Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 14:02 Borgar Þór segir íslensk stjórnvöld hafa samþykkt yfirlýsingu sem NATO sendi frá sér um árásirnar í gær. Vísir/ÞÞ Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands samþykki sitt. Þetta segir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Forsætisráðherra sagði RÚV í gær að Ísland hefði ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, var gestur í Silfrinu á RÚV í hádeginu. Hann segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt yfirlýsingu sem NATO sendi frá sér í gær. Í henni var fullum stuðningi aðildarríkjanna lýst við loftárásirnar sem beindust gegn getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum. „Okkar afstaða í þessu máli ræðst fyrst og fremst af því að við teljum þessar aðgerðir skiljanlegar við mótmælum þeim ekki og við fylgjum þeirri samstöðu sem að er meðal allra vestrænna ríkja í málinu,“ sagði Borgar Þór. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við RÚV í gær að ríkisstjórnin hefði ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við aðgerðirnar þó að hún hefði skilning á þeim. Hún hefur lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld telji einu lausnina á Sýrlandsstríðinu diplómatíska. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við ósamræmi í yfirlýsingu NATO annars vegar og ráðherrans hins vegar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann telja það „afsagnarsök“ ef íslenskir ráðamenn hefðu stutt árásirnar en ekki sagt satt frá því. Utanríkisráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytisins munu koma á fund utanríkismálanefndar sem hefur verið boðaður í kvöld vegna loftárásanna í Sýrlandi. Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands samþykki sitt. Þetta segir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Forsætisráðherra sagði RÚV í gær að Ísland hefði ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, var gestur í Silfrinu á RÚV í hádeginu. Hann segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt yfirlýsingu sem NATO sendi frá sér í gær. Í henni var fullum stuðningi aðildarríkjanna lýst við loftárásirnar sem beindust gegn getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum. „Okkar afstaða í þessu máli ræðst fyrst og fremst af því að við teljum þessar aðgerðir skiljanlegar við mótmælum þeim ekki og við fylgjum þeirri samstöðu sem að er meðal allra vestrænna ríkja í málinu,“ sagði Borgar Þór. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við RÚV í gær að ríkisstjórnin hefði ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við aðgerðirnar þó að hún hefði skilning á þeim. Hún hefur lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld telji einu lausnina á Sýrlandsstríðinu diplómatíska. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við ósamræmi í yfirlýsingu NATO annars vegar og ráðherrans hins vegar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann telja það „afsagnarsök“ ef íslenskir ráðamenn hefðu stutt árásirnar en ekki sagt satt frá því. Utanríkisráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytisins munu koma á fund utanríkismálanefndar sem hefur verið boðaður í kvöld vegna loftárásanna í Sýrlandi.
Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25