Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 14:29 Silja Dögg Gunnarsdóttir segist vera ánægð að hafa lagt frumvarpið fram. Vísir/Pjetur/Getty Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir það hafa verið ástæða til þess að taka umræðuna um umskurð drengja hérlendis miðað við viðbrögð við frumvarpi hennar um að banna aðgerðina hérlendis. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. „Þetta hefur vakið upp sterk viðbrögð hér á landi og víðar. Það er hlutverk okkar þingmanna að ræða þau mál sem koma upp í samfélaginu hverju sinni og leggja þau á borðið og skoða hvort að Alþingi telji ástæðu til að taka þau lengra og mögulega breyta lögum eða setja ný lög.“ Frumvarpið er nú komið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og bárust fjölmargar umsagnir um málið, meðal annars frá hinum ýmsu trúfélögum en Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga hefur boðað til ráðstefnu í Norræna húsinu um umskurð drengja á þriðjudaginn næstkomandi. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Ræðumenn á ráðstefnunni koma úr ýmsum áttum, bæði af innlendum og erlendum vettvangi og mun ráðstefnan fara fram á ensku. Á meðal ræðumanna verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima, alþingismenn, læknar, umboðsmaður barna og fulltrúar mannréttindasamtaka. Ánægð með frumvarpið þrátt fyrir gagnrýnisraddir Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni samkvæmt dagskrá hafa þegar sent inn sína umsögn við frumvarpið og leggist flestir gegn banninu. „Þarna erum við að tala um mannréttindi, við erum að tala um trúfrelsi, trúarbrögð, réttindi barna, líkamshelgi og þetta er mjög spennandi mál. Ég er mjög ánægð að hafa lagt þetta fram.“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á þriðjudaginn klukkan 13 og er opin öllum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir það hafa verið ástæða til þess að taka umræðuna um umskurð drengja hérlendis miðað við viðbrögð við frumvarpi hennar um að banna aðgerðina hérlendis. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. „Þetta hefur vakið upp sterk viðbrögð hér á landi og víðar. Það er hlutverk okkar þingmanna að ræða þau mál sem koma upp í samfélaginu hverju sinni og leggja þau á borðið og skoða hvort að Alþingi telji ástæðu til að taka þau lengra og mögulega breyta lögum eða setja ný lög.“ Frumvarpið er nú komið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og bárust fjölmargar umsagnir um málið, meðal annars frá hinum ýmsu trúfélögum en Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga hefur boðað til ráðstefnu í Norræna húsinu um umskurð drengja á þriðjudaginn næstkomandi. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Ræðumenn á ráðstefnunni koma úr ýmsum áttum, bæði af innlendum og erlendum vettvangi og mun ráðstefnan fara fram á ensku. Á meðal ræðumanna verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima, alþingismenn, læknar, umboðsmaður barna og fulltrúar mannréttindasamtaka. Ánægð með frumvarpið þrátt fyrir gagnrýnisraddir Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni samkvæmt dagskrá hafa þegar sent inn sína umsögn við frumvarpið og leggist flestir gegn banninu. „Þarna erum við að tala um mannréttindi, við erum að tala um trúfrelsi, trúarbrögð, réttindi barna, líkamshelgi og þetta er mjög spennandi mál. Ég er mjög ánægð að hafa lagt þetta fram.“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á þriðjudaginn klukkan 13 og er opin öllum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30