Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Framkvæmdastjórinn segir skorta pólitískan vilja til að gera samning við Klíníkina. Þingmaður VG segir varhugavert að gera slíkan samning og hafa þannig liðskiptaaðgerðir á fleiri stöðum en færri. 385 eru á biðlista. Vísir/Getty Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00
Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent