Mikill árangur á Vogi í átaki gegn lifrarbólgu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 Mikilvægt er að ná til þeirra sem nota eiturlyf í æð ef útrýma á lifrarbólgu C. Vísir/getty Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira