NBA: Stórleikur Harden reddaði ísköldum Houston mönnum í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 07:30 James Harden fagnar körfu í nótt. Vísir/Getty James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en fyrsti leikurinn var allt annað en auðveldur. Oklahoma City Thunder komst líka í 1-0 þar sem Paul George átti stórleik.James Harden skoraði 44 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum þegar Houston Rockets vann nauman 104-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden tók leikinn yfir í fjórða leikhlutanum og skoraði þá 13 stig þar af meðal annars tólf stig í röð. Harden verður nánast örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins og hann sýndi af hverju í þessum leik. Houston er vanalega með mjög góða nýtingu í þriggja stiga skotum og setti nýtt met í þriggja stiga körfum á tímabilinu en fyrir utan skotsýningu Harden þá hittu liðsfélagar hans aðeins úr 3 af 25 þriggja stiga skotum sínum. „Við vorum í vandræðum með að setja niður skotin okkar og náðum engum takti en James tók okkur á bakið,“ sagði Mike D'Antoni, þjálfari Houston. Minnesota Timberwolves var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina og hafði ekki leikið í úrslitakeppninni í fjórtán ár en stóð vel í liði Houston og það þrátt fyrir að ungstirni Úlfanna, Karl-Anthony Towns, hafi átt dapran leik í frumraun sinni í úrslitakeppni. Karl-Anthony Towns skoraði aðeins 8 stig og klikkaði á 6 af 9 skotum sínum. Hann réði heldur lítið við Clint Capela hjá Houston sem var með 24 stig, 12 fráköst og 3 varin skot. Paul George átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 116-108 sigur á Utah Jazz og komst í 1-0 í einvígi liðanna. Paul George varð að stjörnu í úrslitakeppninni með Indiana Pacers og er greinilega maður stóra sviðsins. Hann skoraði 36 stig í leiknum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum. George setti nýtt félagsmet með því að hitta úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Hvað, hafið þið ekki öll hitti úrslitakeppnis P (Playoff P) áður,“ sagði Paul George í léttum tón við blaðamenn eftir leikinn. Russell Westbrook var með 29 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar og þá skoraði Carmelo Anthony 15 stig. Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah Jazz en meiddist líka á tá og gat ekki klárað leikinn. Hann verður samt orðinn góður fyrir næsta leik.Staðan í öllum einvígum í úrslitakeppni NBA 2018:- Austudeildin - Toronto Raptors - Washington Wizards 1-0 Boston Celtics - Milwaukee Bucks 1-0 Philadelphia 76ers - Miami Heat 1-0 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 0-1- Vesturdeildin - Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 1-0 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 1-0 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 0-1 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 1-0 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en fyrsti leikurinn var allt annað en auðveldur. Oklahoma City Thunder komst líka í 1-0 þar sem Paul George átti stórleik.James Harden skoraði 44 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum þegar Houston Rockets vann nauman 104-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden tók leikinn yfir í fjórða leikhlutanum og skoraði þá 13 stig þar af meðal annars tólf stig í röð. Harden verður nánast örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins og hann sýndi af hverju í þessum leik. Houston er vanalega með mjög góða nýtingu í þriggja stiga skotum og setti nýtt met í þriggja stiga körfum á tímabilinu en fyrir utan skotsýningu Harden þá hittu liðsfélagar hans aðeins úr 3 af 25 þriggja stiga skotum sínum. „Við vorum í vandræðum með að setja niður skotin okkar og náðum engum takti en James tók okkur á bakið,“ sagði Mike D'Antoni, þjálfari Houston. Minnesota Timberwolves var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina og hafði ekki leikið í úrslitakeppninni í fjórtán ár en stóð vel í liði Houston og það þrátt fyrir að ungstirni Úlfanna, Karl-Anthony Towns, hafi átt dapran leik í frumraun sinni í úrslitakeppni. Karl-Anthony Towns skoraði aðeins 8 stig og klikkaði á 6 af 9 skotum sínum. Hann réði heldur lítið við Clint Capela hjá Houston sem var með 24 stig, 12 fráköst og 3 varin skot. Paul George átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 116-108 sigur á Utah Jazz og komst í 1-0 í einvígi liðanna. Paul George varð að stjörnu í úrslitakeppninni með Indiana Pacers og er greinilega maður stóra sviðsins. Hann skoraði 36 stig í leiknum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum. George setti nýtt félagsmet með því að hitta úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Hvað, hafið þið ekki öll hitti úrslitakeppnis P (Playoff P) áður,“ sagði Paul George í léttum tón við blaðamenn eftir leikinn. Russell Westbrook var með 29 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar og þá skoraði Carmelo Anthony 15 stig. Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah Jazz en meiddist líka á tá og gat ekki klárað leikinn. Hann verður samt orðinn góður fyrir næsta leik.Staðan í öllum einvígum í úrslitakeppni NBA 2018:- Austudeildin - Toronto Raptors - Washington Wizards 1-0 Boston Celtics - Milwaukee Bucks 1-0 Philadelphia 76ers - Miami Heat 1-0 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 0-1- Vesturdeildin - Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 1-0 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 1-0 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 0-1 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 1-0
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira