Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 08:56 Andrew Brunson er sakaður um aðkomu að hryðjuverkastarfsemi og njósnir. Vísir/AFP Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira
Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira