Sturlaður tenniskappi hellti sér yfir óheppnasta dómara tennissögunnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2018 23:30 Donaldson lætur Gabas heyra það. vísir/getty Einn efnilegasti tenniskappi heims, Bandaríkjamaðurinn Jared Donaldson, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik í gær. Donaldson var að tapa gegn Albert Romas-Vinolas er hann var afar ósáttur við dóm hjá dómaranum. Dómarinn vildi meina að uppgjöf hefði verið inni en Donaldson sagði það sjást á vellinum að boltinn hefði verið úti. Þeir rifust um þetta atvik í rúma mínútu og var Donaldson mjög ógnandi í sinni hegðun eins og sjá má hér að neðan.Wow @JaredD@ATPWorldTourpic.twitter.com/MIxtduJMGO — Ardeal (@UnArdeal) April 16, 2018 Donaldson nýtti hvert tækifæri til þess að drulla yfir dómarann áður en leik lauk. Hann tapaði leiknum og yfirgaf svæðið án þess að taka í hönd dómarans. Endursýningar leiddu í ljós að Donaldson hafði rétt fyrir sér. Boltinn var vissulega úti en þar sem hann var að skíttapa leiknum á þessum tímapunkti hefði það líklega engu breytt þó hann hefði fengið réttan dóm þarna. Arnaud Gabas dómari er því aftur í heimsfréttunum en hann var svo óheppinn að verða fyrir pirringsskoti Denis Shapovalov í febrúar á síðasta ári. Dómarinn fékk þá boltann fast í augað og varð að fara í aðgerð á auganu. Hann var heppinn að ekki for verr í því tilviki. Miðað við þennan dóm virðist sú aðgerð ekki hafa heppnast nægilega vel. Þess má geta að Gabas og drengurinn sem skaut boltanum í andlitið á honum náðu sáttum og eru góðir vinir í dag.ICYMI, Denis Shapovalov hits a ball out of anger that accidentally hits the chair umpire in the eye during @daviscuppic.twitter.com/ZBadhJmnww — Tennis Channel (@TennisChannel) February 7, 2017 Tennis Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Einn efnilegasti tenniskappi heims, Bandaríkjamaðurinn Jared Donaldson, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik í gær. Donaldson var að tapa gegn Albert Romas-Vinolas er hann var afar ósáttur við dóm hjá dómaranum. Dómarinn vildi meina að uppgjöf hefði verið inni en Donaldson sagði það sjást á vellinum að boltinn hefði verið úti. Þeir rifust um þetta atvik í rúma mínútu og var Donaldson mjög ógnandi í sinni hegðun eins og sjá má hér að neðan.Wow @JaredD@ATPWorldTourpic.twitter.com/MIxtduJMGO — Ardeal (@UnArdeal) April 16, 2018 Donaldson nýtti hvert tækifæri til þess að drulla yfir dómarann áður en leik lauk. Hann tapaði leiknum og yfirgaf svæðið án þess að taka í hönd dómarans. Endursýningar leiddu í ljós að Donaldson hafði rétt fyrir sér. Boltinn var vissulega úti en þar sem hann var að skíttapa leiknum á þessum tímapunkti hefði það líklega engu breytt þó hann hefði fengið réttan dóm þarna. Arnaud Gabas dómari er því aftur í heimsfréttunum en hann var svo óheppinn að verða fyrir pirringsskoti Denis Shapovalov í febrúar á síðasta ári. Dómarinn fékk þá boltann fast í augað og varð að fara í aðgerð á auganu. Hann var heppinn að ekki for verr í því tilviki. Miðað við þennan dóm virðist sú aðgerð ekki hafa heppnast nægilega vel. Þess má geta að Gabas og drengurinn sem skaut boltanum í andlitið á honum náðu sáttum og eru góðir vinir í dag.ICYMI, Denis Shapovalov hits a ball out of anger that accidentally hits the chair umpire in the eye during @daviscuppic.twitter.com/ZBadhJmnww — Tennis Channel (@TennisChannel) February 7, 2017
Tennis Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira