Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2018 19:00 Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór. Fiskeldi Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór.
Fiskeldi Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira