Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2018 21:08 Hart hefur verið deilt um ágæti frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í því er lagt til að allt að sex ára fangelsi liggi við því að umskera drengi. Vísir/Getty Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira