Vinnufriður Haukur Örn Birgisson skrifar 17. apríl 2018 07:00 Umræðan um skipan dómara við Landsrétt hefur farið fram hjá fáum undanfarið. Ég er þó ekki viss um að margir hafi nennt að setja sig inn í umræðuna og því látið sér nægja að lesa fyrirsagnir í fjölmiðlum, sem gjarnan einkenndust af yfirlýsingum þeirra sem stóðu í einhvers konar pólitík í kringum þetta mikilvæga mál. „Spilling“, „réttaróvissa“, „flokksskírteini“ og „vantraust“ voru meðal helstu gífuryrðanna. Þessar fyrirsagnir gáfu ranga og ósanngjarna mynd af raunverulegri stöðu málsins. Þeir sem hæst töluðu um mikilvægi þess að dómstólar landsins nytu trausts almennings voru þeir sömu og notuðu bragðmestu yfirlýsingarnar þegar þeir töluðu niður þá dómaraskipun sem varð ofan á við meðferð málsins. Það var engu líkara en að þeir teldu þá umsækjendur, sem skipaðir voru af Alþingi, vanhæfa til starfans. Engu máli virtist skipta að allt voru þetta dómarar við héraðsdóma landsins, með áralanga dómarareynslu í farteskinu, sem jafnvel höfðu setið sem dómarar í Hæstarétti Íslands! Ekki vildi ég vera í sporum þessara ágætu umsækjenda, sem rúnir voru trausti af fólki sem situr á Alþingi, hvorki meira né minna. Bíóið hélt svo áfram fyrir skemmstu þegar lögmaður einn, fyrir hönd skjólstæðings síns, lagði fram kröfu um að tiltekinn dómari við Landsrétt myndi víkja sæti í máli vegna meints vanhæfis dómarans. Þessi dómari hafði nefnilega ekki verið meðal þeirra sem, að því er virðist óskeikul, dómnefnd taldi hæfasta til starfans. Réttilega var kröfunni hafnað og var henni svo vísað frá Hæstarétti. Þrátt fyrir það, virðist hún aftur ætla að rata á borð réttarins á næstunni. Það er löngu kominn tími til að þessu farsakennda leikriti í kringum skipan Landsréttardómara ljúki. Dómstóllinn á skilið traust, virðingu og umfram allt vinnufrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um skipan dómara við Landsrétt hefur farið fram hjá fáum undanfarið. Ég er þó ekki viss um að margir hafi nennt að setja sig inn í umræðuna og því látið sér nægja að lesa fyrirsagnir í fjölmiðlum, sem gjarnan einkenndust af yfirlýsingum þeirra sem stóðu í einhvers konar pólitík í kringum þetta mikilvæga mál. „Spilling“, „réttaróvissa“, „flokksskírteini“ og „vantraust“ voru meðal helstu gífuryrðanna. Þessar fyrirsagnir gáfu ranga og ósanngjarna mynd af raunverulegri stöðu málsins. Þeir sem hæst töluðu um mikilvægi þess að dómstólar landsins nytu trausts almennings voru þeir sömu og notuðu bragðmestu yfirlýsingarnar þegar þeir töluðu niður þá dómaraskipun sem varð ofan á við meðferð málsins. Það var engu líkara en að þeir teldu þá umsækjendur, sem skipaðir voru af Alþingi, vanhæfa til starfans. Engu máli virtist skipta að allt voru þetta dómarar við héraðsdóma landsins, með áralanga dómarareynslu í farteskinu, sem jafnvel höfðu setið sem dómarar í Hæstarétti Íslands! Ekki vildi ég vera í sporum þessara ágætu umsækjenda, sem rúnir voru trausti af fólki sem situr á Alþingi, hvorki meira né minna. Bíóið hélt svo áfram fyrir skemmstu þegar lögmaður einn, fyrir hönd skjólstæðings síns, lagði fram kröfu um að tiltekinn dómari við Landsrétt myndi víkja sæti í máli vegna meints vanhæfis dómarans. Þessi dómari hafði nefnilega ekki verið meðal þeirra sem, að því er virðist óskeikul, dómnefnd taldi hæfasta til starfans. Réttilega var kröfunni hafnað og var henni svo vísað frá Hæstarétti. Þrátt fyrir það, virðist hún aftur ætla að rata á borð réttarins á næstunni. Það er löngu kominn tími til að þessu farsakennda leikriti í kringum skipan Landsréttardómara ljúki. Dómstóllinn á skilið traust, virðingu og umfram allt vinnufrið.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun