UEFA fordæmir harðlega þá meðferð sem Oliver dómari og kona hans fengu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 11:30 Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og rak síðan Gianluigi Buffon útaf fyrir mótmæli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítinu og skaut með því Real Madrid áfram í undanúrslitin. Juventus hafði áður unnið upp þriggja marka forskot Juventus þrátt fyrir að vera á útivelli og Gianluigi Buffon gjörsamlega sturlaðist við dóm Oliver. Buffon hraunaði líka yfir enska dómarann eftir leik en þetta var síðasti leikur ítalska markvarðarins í Meistaradeildinni. Hann náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun. Gianluigi Buffon og sumra ítalskra fjölmiðla sem og mikil óánægja stuðningsmanna ítalska liðsins kallaði á allt annað en skemmtilegt áreiti á Oliver dómara og þá sérstaklega á konu hans Lucy. Lucy Oliver er einnig knattspyrnudómari. Símanúmer hennar var sett inn á samfélagsmiðla eftir leikinn og í kjölfarið fóru henni að berast ógeðfelld og ógnandi skilaboð frá ósættum stuðningsmönnum Juventus. „UEFA fordæmir harðlega þá svívirðingaherferð sem Michael Oliver og kona hans urðu fyrir,“ segir í svari UEFA við fyrirspurn BBC. „Við höfum verið í sambandi við þau til að bjóða fram okkar stuðning og við treystum þess að réttir aðilar taki á þeim einstaklingum sem hafa orðið uppvísir að svona hegðun, bæði á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við vitum af þessum ógnandi skilboðum sem komu inn á samfélagsmiðla. Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þeir sem skrifuðu þessi skilaboð verða að átta sig á því að þeir gætu með því hafa brotið lög,“ segir ennfremur í svari UEFA. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Í beinni: Njarðvík - Hamar/Þór | Njarðvíkingar á mikilli siglingu Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og rak síðan Gianluigi Buffon útaf fyrir mótmæli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítinu og skaut með því Real Madrid áfram í undanúrslitin. Juventus hafði áður unnið upp þriggja marka forskot Juventus þrátt fyrir að vera á útivelli og Gianluigi Buffon gjörsamlega sturlaðist við dóm Oliver. Buffon hraunaði líka yfir enska dómarann eftir leik en þetta var síðasti leikur ítalska markvarðarins í Meistaradeildinni. Hann náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun. Gianluigi Buffon og sumra ítalskra fjölmiðla sem og mikil óánægja stuðningsmanna ítalska liðsins kallaði á allt annað en skemmtilegt áreiti á Oliver dómara og þá sérstaklega á konu hans Lucy. Lucy Oliver er einnig knattspyrnudómari. Símanúmer hennar var sett inn á samfélagsmiðla eftir leikinn og í kjölfarið fóru henni að berast ógeðfelld og ógnandi skilaboð frá ósættum stuðningsmönnum Juventus. „UEFA fordæmir harðlega þá svívirðingaherferð sem Michael Oliver og kona hans urðu fyrir,“ segir í svari UEFA við fyrirspurn BBC. „Við höfum verið í sambandi við þau til að bjóða fram okkar stuðning og við treystum þess að réttir aðilar taki á þeim einstaklingum sem hafa orðið uppvísir að svona hegðun, bæði á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við vitum af þessum ógnandi skilboðum sem komu inn á samfélagsmiðla. Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þeir sem skrifuðu þessi skilaboð verða að átta sig á því að þeir gætu með því hafa brotið lög,“ segir ennfremur í svari UEFA.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Í beinni: Njarðvík - Hamar/Þór | Njarðvíkingar á mikilli siglingu Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli Sjá meira