UEFA fordæmir harðlega þá meðferð sem Oliver dómari og kona hans fengu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 11:30 Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og rak síðan Gianluigi Buffon útaf fyrir mótmæli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítinu og skaut með því Real Madrid áfram í undanúrslitin. Juventus hafði áður unnið upp þriggja marka forskot Juventus þrátt fyrir að vera á útivelli og Gianluigi Buffon gjörsamlega sturlaðist við dóm Oliver. Buffon hraunaði líka yfir enska dómarann eftir leik en þetta var síðasti leikur ítalska markvarðarins í Meistaradeildinni. Hann náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun. Gianluigi Buffon og sumra ítalskra fjölmiðla sem og mikil óánægja stuðningsmanna ítalska liðsins kallaði á allt annað en skemmtilegt áreiti á Oliver dómara og þá sérstaklega á konu hans Lucy. Lucy Oliver er einnig knattspyrnudómari. Símanúmer hennar var sett inn á samfélagsmiðla eftir leikinn og í kjölfarið fóru henni að berast ógeðfelld og ógnandi skilaboð frá ósættum stuðningsmönnum Juventus. „UEFA fordæmir harðlega þá svívirðingaherferð sem Michael Oliver og kona hans urðu fyrir,“ segir í svari UEFA við fyrirspurn BBC. „Við höfum verið í sambandi við þau til að bjóða fram okkar stuðning og við treystum þess að réttir aðilar taki á þeim einstaklingum sem hafa orðið uppvísir að svona hegðun, bæði á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við vitum af þessum ógnandi skilboðum sem komu inn á samfélagsmiðla. Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þeir sem skrifuðu þessi skilaboð verða að átta sig á því að þeir gætu með því hafa brotið lög,“ segir ennfremur í svari UEFA. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og rak síðan Gianluigi Buffon útaf fyrir mótmæli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítinu og skaut með því Real Madrid áfram í undanúrslitin. Juventus hafði áður unnið upp þriggja marka forskot Juventus þrátt fyrir að vera á útivelli og Gianluigi Buffon gjörsamlega sturlaðist við dóm Oliver. Buffon hraunaði líka yfir enska dómarann eftir leik en þetta var síðasti leikur ítalska markvarðarins í Meistaradeildinni. Hann náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun. Gianluigi Buffon og sumra ítalskra fjölmiðla sem og mikil óánægja stuðningsmanna ítalska liðsins kallaði á allt annað en skemmtilegt áreiti á Oliver dómara og þá sérstaklega á konu hans Lucy. Lucy Oliver er einnig knattspyrnudómari. Símanúmer hennar var sett inn á samfélagsmiðla eftir leikinn og í kjölfarið fóru henni að berast ógeðfelld og ógnandi skilaboð frá ósættum stuðningsmönnum Juventus. „UEFA fordæmir harðlega þá svívirðingaherferð sem Michael Oliver og kona hans urðu fyrir,“ segir í svari UEFA við fyrirspurn BBC. „Við höfum verið í sambandi við þau til að bjóða fram okkar stuðning og við treystum þess að réttir aðilar taki á þeim einstaklingum sem hafa orðið uppvísir að svona hegðun, bæði á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við vitum af þessum ógnandi skilboðum sem komu inn á samfélagsmiðla. Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þeir sem skrifuðu þessi skilaboð verða að átta sig á því að þeir gætu með því hafa brotið lög,“ segir ennfremur í svari UEFA.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Sjá meira