Ætla að vinna gegn óhróðri og undirróðursstarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2018 15:43 „Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.“ Vísir/Pjetur Framkvæmdastjórar allra flokka í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka lýsa yfir andúð við á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að framkvæmdastjórarnir ásetji sér að vinna gegn öllu slíku og að mikilvægt sé að kosningabarátta sé málefnaleg og reglum samkvæm. „Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að kosningabarátta sé margslungið samtal þjóðarinnar og þar eigi stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. „Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.“ Yfirlýsinguna alla má lesa hér að neðan.Kosningabaráttan - Yfirlýsing frá skrifstofum stjórnmálaflokka.Framkvæmdastjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd forsætisráðherra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa andúð á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.Kosningabarátta í aðdraganda kosninga er lykilþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan og mikilvægt að hún sé málefnaleg og reglum samkvæm svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Nafnlaus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líðast. Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.Kosningabarátta er margslungið samtal þjóðarinnar og þar eiga stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er von framkvæmdastjóra flokkanna að sú barátta verði sönn, gegnsæ og málefnaleg og að öll framboð taki stöðu með flokkunum sem undir þetta rita um það markmið.Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grænna.Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustj. Samfylkingar.Birna Þórarinsdóttir, frkvstj. Viðreisnar.Hólmfríður Þórisdóttir, fulltrúi. Miðflokksins.Erla Hlynsdóttir, frkvstj. Pírata.Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn.Magnús Þór Hafsteinsson, fulltrúi. Flokks fólksins.Þórður Þórarinsson, frkvstj. Sjálfstæðisflokksins. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Framkvæmdastjórar allra flokka í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka lýsa yfir andúð við á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að framkvæmdastjórarnir ásetji sér að vinna gegn öllu slíku og að mikilvægt sé að kosningabarátta sé málefnaleg og reglum samkvæm. „Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að kosningabarátta sé margslungið samtal þjóðarinnar og þar eigi stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. „Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.“ Yfirlýsinguna alla má lesa hér að neðan.Kosningabaráttan - Yfirlýsing frá skrifstofum stjórnmálaflokka.Framkvæmdastjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd forsætisráðherra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa andúð á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.Kosningabarátta í aðdraganda kosninga er lykilþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan og mikilvægt að hún sé málefnaleg og reglum samkvæm svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Nafnlaus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líðast. Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.Kosningabarátta er margslungið samtal þjóðarinnar og þar eiga stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er von framkvæmdastjóra flokkanna að sú barátta verði sönn, gegnsæ og málefnaleg og að öll framboð taki stöðu með flokkunum sem undir þetta rita um það markmið.Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grænna.Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustj. Samfylkingar.Birna Þórarinsdóttir, frkvstj. Viðreisnar.Hólmfríður Þórisdóttir, fulltrúi. Miðflokksins.Erla Hlynsdóttir, frkvstj. Pírata.Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn.Magnús Þór Hafsteinsson, fulltrúi. Flokks fólksins.Þórður Þórarinsson, frkvstj. Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira