Við skorum á þig! Carlos Cruz skrifar 18. apríl 2018 07:00 Það hefur mikið verið rætt um sykur á undanförnum árum og meðvitund aukist um hættur of mikillar sykurneyslu. Offita er alþjóðleg áskorun og það er samfélagsleg ábyrgð okkar hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, sem eins stærsta framleiðanda á drykkjarvörum á íslenskum markaði, að draga úr neyslu á sykri. Við tökum þá ábyrgð alvarlega. Við viljum vera hluti af lausninni en ekki hluti af vandanum. Við framleiðum breiða vörulínu og höfum þegar dregið umtalsvert úr sykurnotkun, eða um 15 prósent frá 2010, og í samræmi við sjálfbærnistefnu CCEP höfum við einnig sett fram markmið um að að minnsta kosti 50 prósent af sölu fyrirtækisins komi frá sykurlausum eða sykurskertum valkostum árið 2025.10 prósent minni sykur fyrir 2020 Skuldbinding okkar nú er að draga úr sykri í vörulínu okkar um 10 prósent á tímabilinu frá 2015-2020. Við munum setja aukinn kraft í vöruþróun á sykurminni eða sykurlausum drykkjum og gera innihaldslýsingar auðskiljanlegri, svo að fólk eigi auðveldara með að átta sig á sykurmagni. Við viljum að neytandinn hafi val en einnig ber að hafa í huga að sykur er ekki alslæmur, ef hans er neytt í hóflegu magni. Jafnframt gerum við átak í minnkun skammtastærða, þar á meðal má nefna valkosti um minni umbúðir. Vinnum saman að aukinni lýðheilsu Nútímafyrirtæki þurfa að koma til móts við þarfir neytenda og vera meðvituð um áhrif sín á bæði samfélag og umhverfi. Saman getum við áorkað gríðarlega miklu og því skora ég á félaga mína í matvælaiðnaði að sýna viljann í verki og skuldbinda sig líka til að minnka sykur í sinni framleiðslu og auðvelda þannig neytendum að lifa heilbrigðara lífi. Saman getum við svo sannarlega eflt lífsgæði fólks.Höfundur er forstjóri Coca-Cola European Partners Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt um sykur á undanförnum árum og meðvitund aukist um hættur of mikillar sykurneyslu. Offita er alþjóðleg áskorun og það er samfélagsleg ábyrgð okkar hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, sem eins stærsta framleiðanda á drykkjarvörum á íslenskum markaði, að draga úr neyslu á sykri. Við tökum þá ábyrgð alvarlega. Við viljum vera hluti af lausninni en ekki hluti af vandanum. Við framleiðum breiða vörulínu og höfum þegar dregið umtalsvert úr sykurnotkun, eða um 15 prósent frá 2010, og í samræmi við sjálfbærnistefnu CCEP höfum við einnig sett fram markmið um að að minnsta kosti 50 prósent af sölu fyrirtækisins komi frá sykurlausum eða sykurskertum valkostum árið 2025.10 prósent minni sykur fyrir 2020 Skuldbinding okkar nú er að draga úr sykri í vörulínu okkar um 10 prósent á tímabilinu frá 2015-2020. Við munum setja aukinn kraft í vöruþróun á sykurminni eða sykurlausum drykkjum og gera innihaldslýsingar auðskiljanlegri, svo að fólk eigi auðveldara með að átta sig á sykurmagni. Við viljum að neytandinn hafi val en einnig ber að hafa í huga að sykur er ekki alslæmur, ef hans er neytt í hóflegu magni. Jafnframt gerum við átak í minnkun skammtastærða, þar á meðal má nefna valkosti um minni umbúðir. Vinnum saman að aukinni lýðheilsu Nútímafyrirtæki þurfa að koma til móts við þarfir neytenda og vera meðvituð um áhrif sín á bæði samfélag og umhverfi. Saman getum við áorkað gríðarlega miklu og því skora ég á félaga mína í matvælaiðnaði að sýna viljann í verki og skuldbinda sig líka til að minnka sykur í sinni framleiðslu og auðvelda þannig neytendum að lifa heilbrigðara lífi. Saman getum við svo sannarlega eflt lífsgæði fólks.Höfundur er forstjóri Coca-Cola European Partners Ísland
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar