Við styðjum ekki aldraða með skattalækkunum á hátekjufólk Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2018 11:02 Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun