Við styðjum ekki aldraða með skattalækkunum á hátekjufólk Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2018 11:02 Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun