Kenndin krukk í sköpunarverkið Halldór Björn Runólfsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar