Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 13:04 Jakob Rolland, talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Mynd/Haraldur Jónsson „Ef þetta frumvarp gengur í gegn gæti það leitt til ofsókna gegn gyðingum,“ segir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við breska tímaritið The Catholic Herald þar sem hann ræðir frumvarp um bann við umskurði drengja hér á landi. Í grein tímaritsins kemur fram að kaþólska kirkjan á Íslandi sé á móti frumvarpinu sem gæti valdið því að foreldrar drengja af gyðinga- og múslimaættum gætu átt allt að sex ára fangelsisvist yfir höfði sér ef þeir láta umskera syni sína. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rolland.Spurning um mannréttindi segir þingmaður Það var Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lagði frumvarpið fyrir Alþingi í fyrr í vetur en blaðamaður The Catholic Herald vitnar í lækninn Ólaf Þór Gunnarsson sem er þingmaður Vinstri grænna og einn af meðmælendum frumvarpsins.Rætt er við Ólaf Þór Gunnarson, þingmann Vinstri grænna.„Að okkar mati er þetta spurning um mannréttindi. Engin manneskja ætti að þurfa að gangast undir óþarfa aðgerð án samþykkis,“ segir Ólafur. Í frumvarpinu segir að hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að sex árum. Umskurður fer þannig fram að fremsti hluti forhúðar getnaðarlims er fjarlægður með skurðaðgerð. Meðal gyðinga er algengast að drengir séu umskornir á áttunda degi lífs. Á meðal múslima er hins vegar algengast að drengir séu umskornir í kringum tíu ára aldurinn. Flutningsmenn þessa frumvarps telja umskurð á drengjum fela í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Kaþólska tímaritið bendir á að þingmennirnir sem standa að þessu frumvarpi hafi ekki horfið frá skoðun sinni þrátt fyrir mikil mótmæli um víða veröld. Haft er eftir Ólafi Þór Gunnarssyni að hann telji trúarbrögð vera einkamál hvers og eins og að þau ættu að aðlagast með tímanum ásamt því að endurspegla samfélagið sem þau tilheyra.Landakotskirkja er þekktasta kirkja kaþólsku kirkjunnar.Vísir/VilhelmMikill stuðningur varhugaverð þróun Jakob Rolland finnst hins vegar viðurlögin við þessu banni ansi hörð og segir frumvarpið vera að ná miklum stuðningi á Íslandi, en honum finnst sú þróun varhugaverð.„Þetta frumvarp þýðir að gyðingar verða ekki velkomnir á Íslandi ef þeir vilja ástunda trúarbrögð sín,“ er haft eftir Rolland. Rolland segir kaþólikka í miklum minnihluta á Íslandi, eða um fjögur prósent af Íslendingum, og hafi því ekki mikið að segja um framvindu þessa máls. Vonast Rolland eftir því að kaþólikkar í öðrum löndum láti í sér heyra áður en frumvarpið verður að lögum. Skrifstofa tímaritsins The Catholic Herald er í London en tímaritið er gefið út á Bretlandseyjum. Það er gefið út í um 21 þúsund eintaki og dreift til kaþólskra söfnuða ásamt því að vera selt í lausasölu og dreift til áskrifenda.Fréttin var uppfærð 09:53 20. apríl. Ólafur Þór Gunnarsson benti á að The Catholic Herald hefði aldrei haft samband við sig, en þó væri vitnað rétt í hann. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
„Ef þetta frumvarp gengur í gegn gæti það leitt til ofsókna gegn gyðingum,“ segir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við breska tímaritið The Catholic Herald þar sem hann ræðir frumvarp um bann við umskurði drengja hér á landi. Í grein tímaritsins kemur fram að kaþólska kirkjan á Íslandi sé á móti frumvarpinu sem gæti valdið því að foreldrar drengja af gyðinga- og múslimaættum gætu átt allt að sex ára fangelsisvist yfir höfði sér ef þeir láta umskera syni sína. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rolland.Spurning um mannréttindi segir þingmaður Það var Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lagði frumvarpið fyrir Alþingi í fyrr í vetur en blaðamaður The Catholic Herald vitnar í lækninn Ólaf Þór Gunnarsson sem er þingmaður Vinstri grænna og einn af meðmælendum frumvarpsins.Rætt er við Ólaf Þór Gunnarson, þingmann Vinstri grænna.„Að okkar mati er þetta spurning um mannréttindi. Engin manneskja ætti að þurfa að gangast undir óþarfa aðgerð án samþykkis,“ segir Ólafur. Í frumvarpinu segir að hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að sex árum. Umskurður fer þannig fram að fremsti hluti forhúðar getnaðarlims er fjarlægður með skurðaðgerð. Meðal gyðinga er algengast að drengir séu umskornir á áttunda degi lífs. Á meðal múslima er hins vegar algengast að drengir séu umskornir í kringum tíu ára aldurinn. Flutningsmenn þessa frumvarps telja umskurð á drengjum fela í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Kaþólska tímaritið bendir á að þingmennirnir sem standa að þessu frumvarpi hafi ekki horfið frá skoðun sinni þrátt fyrir mikil mótmæli um víða veröld. Haft er eftir Ólafi Þór Gunnarssyni að hann telji trúarbrögð vera einkamál hvers og eins og að þau ættu að aðlagast með tímanum ásamt því að endurspegla samfélagið sem þau tilheyra.Landakotskirkja er þekktasta kirkja kaþólsku kirkjunnar.Vísir/VilhelmMikill stuðningur varhugaverð þróun Jakob Rolland finnst hins vegar viðurlögin við þessu banni ansi hörð og segir frumvarpið vera að ná miklum stuðningi á Íslandi, en honum finnst sú þróun varhugaverð.„Þetta frumvarp þýðir að gyðingar verða ekki velkomnir á Íslandi ef þeir vilja ástunda trúarbrögð sín,“ er haft eftir Rolland. Rolland segir kaþólikka í miklum minnihluta á Íslandi, eða um fjögur prósent af Íslendingum, og hafi því ekki mikið að segja um framvindu þessa máls. Vonast Rolland eftir því að kaþólikkar í öðrum löndum láti í sér heyra áður en frumvarpið verður að lögum. Skrifstofa tímaritsins The Catholic Herald er í London en tímaritið er gefið út á Bretlandseyjum. Það er gefið út í um 21 þúsund eintaki og dreift til kaþólskra söfnuða ásamt því að vera selt í lausasölu og dreift til áskrifenda.Fréttin var uppfærð 09:53 20. apríl. Ólafur Þór Gunnarsson benti á að The Catholic Herald hefði aldrei haft samband við sig, en þó væri vitnað rétt í hann.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00
Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24