Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 13:04 Jakob Rolland, talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Mynd/Haraldur Jónsson „Ef þetta frumvarp gengur í gegn gæti það leitt til ofsókna gegn gyðingum,“ segir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við breska tímaritið The Catholic Herald þar sem hann ræðir frumvarp um bann við umskurði drengja hér á landi. Í grein tímaritsins kemur fram að kaþólska kirkjan á Íslandi sé á móti frumvarpinu sem gæti valdið því að foreldrar drengja af gyðinga- og múslimaættum gætu átt allt að sex ára fangelsisvist yfir höfði sér ef þeir láta umskera syni sína. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rolland.Spurning um mannréttindi segir þingmaður Það var Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lagði frumvarpið fyrir Alþingi í fyrr í vetur en blaðamaður The Catholic Herald vitnar í lækninn Ólaf Þór Gunnarsson sem er þingmaður Vinstri grænna og einn af meðmælendum frumvarpsins.Rætt er við Ólaf Þór Gunnarson, þingmann Vinstri grænna.„Að okkar mati er þetta spurning um mannréttindi. Engin manneskja ætti að þurfa að gangast undir óþarfa aðgerð án samþykkis,“ segir Ólafur. Í frumvarpinu segir að hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að sex árum. Umskurður fer þannig fram að fremsti hluti forhúðar getnaðarlims er fjarlægður með skurðaðgerð. Meðal gyðinga er algengast að drengir séu umskornir á áttunda degi lífs. Á meðal múslima er hins vegar algengast að drengir séu umskornir í kringum tíu ára aldurinn. Flutningsmenn þessa frumvarps telja umskurð á drengjum fela í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Kaþólska tímaritið bendir á að þingmennirnir sem standa að þessu frumvarpi hafi ekki horfið frá skoðun sinni þrátt fyrir mikil mótmæli um víða veröld. Haft er eftir Ólafi Þór Gunnarssyni að hann telji trúarbrögð vera einkamál hvers og eins og að þau ættu að aðlagast með tímanum ásamt því að endurspegla samfélagið sem þau tilheyra.Landakotskirkja er þekktasta kirkja kaþólsku kirkjunnar.Vísir/VilhelmMikill stuðningur varhugaverð þróun Jakob Rolland finnst hins vegar viðurlögin við þessu banni ansi hörð og segir frumvarpið vera að ná miklum stuðningi á Íslandi, en honum finnst sú þróun varhugaverð.„Þetta frumvarp þýðir að gyðingar verða ekki velkomnir á Íslandi ef þeir vilja ástunda trúarbrögð sín,“ er haft eftir Rolland. Rolland segir kaþólikka í miklum minnihluta á Íslandi, eða um fjögur prósent af Íslendingum, og hafi því ekki mikið að segja um framvindu þessa máls. Vonast Rolland eftir því að kaþólikkar í öðrum löndum láti í sér heyra áður en frumvarpið verður að lögum. Skrifstofa tímaritsins The Catholic Herald er í London en tímaritið er gefið út á Bretlandseyjum. Það er gefið út í um 21 þúsund eintaki og dreift til kaþólskra söfnuða ásamt því að vera selt í lausasölu og dreift til áskrifenda.Fréttin var uppfærð 09:53 20. apríl. Ólafur Þór Gunnarsson benti á að The Catholic Herald hefði aldrei haft samband við sig, en þó væri vitnað rétt í hann. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Ef þetta frumvarp gengur í gegn gæti það leitt til ofsókna gegn gyðingum,“ segir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við breska tímaritið The Catholic Herald þar sem hann ræðir frumvarp um bann við umskurði drengja hér á landi. Í grein tímaritsins kemur fram að kaþólska kirkjan á Íslandi sé á móti frumvarpinu sem gæti valdið því að foreldrar drengja af gyðinga- og múslimaættum gætu átt allt að sex ára fangelsisvist yfir höfði sér ef þeir láta umskera syni sína. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rolland.Spurning um mannréttindi segir þingmaður Það var Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lagði frumvarpið fyrir Alþingi í fyrr í vetur en blaðamaður The Catholic Herald vitnar í lækninn Ólaf Þór Gunnarsson sem er þingmaður Vinstri grænna og einn af meðmælendum frumvarpsins.Rætt er við Ólaf Þór Gunnarson, þingmann Vinstri grænna.„Að okkar mati er þetta spurning um mannréttindi. Engin manneskja ætti að þurfa að gangast undir óþarfa aðgerð án samþykkis,“ segir Ólafur. Í frumvarpinu segir að hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að sex árum. Umskurður fer þannig fram að fremsti hluti forhúðar getnaðarlims er fjarlægður með skurðaðgerð. Meðal gyðinga er algengast að drengir séu umskornir á áttunda degi lífs. Á meðal múslima er hins vegar algengast að drengir séu umskornir í kringum tíu ára aldurinn. Flutningsmenn þessa frumvarps telja umskurð á drengjum fela í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Kaþólska tímaritið bendir á að þingmennirnir sem standa að þessu frumvarpi hafi ekki horfið frá skoðun sinni þrátt fyrir mikil mótmæli um víða veröld. Haft er eftir Ólafi Þór Gunnarssyni að hann telji trúarbrögð vera einkamál hvers og eins og að þau ættu að aðlagast með tímanum ásamt því að endurspegla samfélagið sem þau tilheyra.Landakotskirkja er þekktasta kirkja kaþólsku kirkjunnar.Vísir/VilhelmMikill stuðningur varhugaverð þróun Jakob Rolland finnst hins vegar viðurlögin við þessu banni ansi hörð og segir frumvarpið vera að ná miklum stuðningi á Íslandi, en honum finnst sú þróun varhugaverð.„Þetta frumvarp þýðir að gyðingar verða ekki velkomnir á Íslandi ef þeir vilja ástunda trúarbrögð sín,“ er haft eftir Rolland. Rolland segir kaþólikka í miklum minnihluta á Íslandi, eða um fjögur prósent af Íslendingum, og hafi því ekki mikið að segja um framvindu þessa máls. Vonast Rolland eftir því að kaþólikkar í öðrum löndum láti í sér heyra áður en frumvarpið verður að lögum. Skrifstofa tímaritsins The Catholic Herald er í London en tímaritið er gefið út á Bretlandseyjum. Það er gefið út í um 21 þúsund eintaki og dreift til kaþólskra söfnuða ásamt því að vera selt í lausasölu og dreift til áskrifenda.Fréttin var uppfærð 09:53 20. apríl. Ólafur Þór Gunnarsson benti á að The Catholic Herald hefði aldrei haft samband við sig, en þó væri vitnað rétt í hann.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00
Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24