Gagnrýnir umhverfissinna sem vilja ráða landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2018 20:00 Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga. Umhverfismál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga.
Umhverfismál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira