Körfuboltakvöld: „Úrslitakeppni kvenna verður ekki minni veisla en úrslitakeppni karla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2018 16:30 Keflavík og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Keflavíkurliðið tók annað sætið af Valskonum á lokasprettinum og verður því með heimavallarréttinn í þessu einvígi. Keflavíkurkonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar og unnu bikarinn annað árið í röð á dögunum. Valsliðið hefur aldrei komist í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Körfuboltakvöld fór vel yfir þetta einvígi á milli Keflavíkur og Vals en þar sögðu þau Ágúst Björgvinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir sína skoðun á því hvernig þetta einvígi muni koma til að spilast. „Fyrirfram á þetta að vera mjög spennandi einvígi. Liðin eru búin að mætast fjórum sinnum á tímabilinu og þar er 2-2. Við sjáum vonandi kannski oddaleik í þessu einvígi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, þegar hann hóf umræðuna um einvígi Keflavíkur og Vals. „Liðin hafa skipst á að vinna í vetur og hafa bæði unnið á heimavelli hins liðsins. Valur vann síðasta leik þeirra mjög stórt en sá leikur gaf Keflavíkurliðunu spark í afturendann og þær eru að spila miklu betur eftir að þær töpuðu þeim leik,“ sagði Ágúst Björgvinsson. Keflavíkurkonur hafa unnið fimm leiki í röð eftir þetta tap á Hlíðarenda þar af unnu þær deildarmeistara Hauka með tuttugu stigum. „Þær eru á mikilli siglingu og þær eru með Sverri til að leiða liðið áfram. Þær geta ekki annað en komið undirbúnar í þetta einvígi á móti Val. Valsstúkur og Darri hafa samt komið mér svolítið á óvart í ár. Þær eru með ungan og óreyndan þjálfara sem hafði ekki þjálfað í úrvalsdeild áður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir um einvígið en bætti svo við. „Þetta eru öll gríðarlega sterk lið sem eru að fara að mætast í þessari úrslitakeppni og ég held að úrslitakeppni kvenna verði ekki minni veisla en úrslitakeppni karla,“ sagði Pálína. Það má finna all umfjöllun Körfuboltakvölds um einvígi Keflavíkur og Vals í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Keflavík og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Keflavíkurliðið tók annað sætið af Valskonum á lokasprettinum og verður því með heimavallarréttinn í þessu einvígi. Keflavíkurkonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar og unnu bikarinn annað árið í röð á dögunum. Valsliðið hefur aldrei komist í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Körfuboltakvöld fór vel yfir þetta einvígi á milli Keflavíkur og Vals en þar sögðu þau Ágúst Björgvinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir sína skoðun á því hvernig þetta einvígi muni koma til að spilast. „Fyrirfram á þetta að vera mjög spennandi einvígi. Liðin eru búin að mætast fjórum sinnum á tímabilinu og þar er 2-2. Við sjáum vonandi kannski oddaleik í þessu einvígi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, þegar hann hóf umræðuna um einvígi Keflavíkur og Vals. „Liðin hafa skipst á að vinna í vetur og hafa bæði unnið á heimavelli hins liðsins. Valur vann síðasta leik þeirra mjög stórt en sá leikur gaf Keflavíkurliðunu spark í afturendann og þær eru að spila miklu betur eftir að þær töpuðu þeim leik,“ sagði Ágúst Björgvinsson. Keflavíkurkonur hafa unnið fimm leiki í röð eftir þetta tap á Hlíðarenda þar af unnu þær deildarmeistara Hauka með tuttugu stigum. „Þær eru á mikilli siglingu og þær eru með Sverri til að leiða liðið áfram. Þær geta ekki annað en komið undirbúnar í þetta einvígi á móti Val. Valsstúkur og Darri hafa samt komið mér svolítið á óvart í ár. Þær eru með ungan og óreyndan þjálfara sem hafði ekki þjálfað í úrvalsdeild áður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir um einvígið en bætti svo við. „Þetta eru öll gríðarlega sterk lið sem eru að fara að mætast í þessari úrslitakeppni og ég held að úrslitakeppni kvenna verði ekki minni veisla en úrslitakeppni karla,“ sagði Pálína. Það má finna all umfjöllun Körfuboltakvölds um einvígi Keflavíkur og Vals í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira