Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2018 19:00 Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira