Hryðjuverkasamtök stefna á þingsæti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Hafiz Saeed á blaðamannafundi í Lahore í janúar. Vísir/AFP Pakistan Nafn pakistanska stjórnmálaflokksins Milli Muslim League (MML) var í fyrrinótt ritað á lista Bandaríkjamanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Forsprakkar MML voru jafnframt settir á lista yfir þekkta hryðjuverkamenn. Flokkurinn er sagður útibú hryðjuverkasamtakanna Lashkar-e-Taiba en þau samtök hafa verið á sama lista um nokkurt skeið. Þingkosningar fara fram í Pakistan í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í október ógilti hæstiréttur úrskurð landskjörstjórnar um að MML fengi ekki leyfi til framboðs vegna meintra tengsla við hryðjuverkasamtök. Annan í páskum var MML svo gert að skila inn nauðsynlegum eyðublöðum til þess að hægt væri að skrá flokkinn formlega, að því er India Times greinir frá. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa við þvingunaraðgerðir. Um væri að ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba þótt nafnið væri ekki hið sama. MML-liðar brugðust illa við ákvörðun Bandaríkjamanna. „Við höfnum þessari tilraun Bandaríkjamanna til að grafa undan pakistönsku fullveldi. Við erum friðsamlegur stjórnmálaflokkur sem starfar eftir ákvæðum pakistönsku stjórnarskrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum, upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og bætti við að um áróður og lygar væri að ræða. Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti í þingkosningum júlímánaðar og fái flokkurinn að bjóða sig fram þrátt fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið er ljóst að málflutningur hans mun setja svip sinn á kosningabaráttuna. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst í skoðanakönnunum hingað til, enda ekki formlega kominn í framboð. Þó sýna nýlegar skoðanakannanir að rúm tuttugu prósent hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka Pakistans. Kosningarnar verða þær fyrstu frá því Nawaz Sharif forsætisráðherra sagði af sér eftir að hæstiréttur úrskurði hann sekan í máli sem kom upp eftir leka Panama-skjalanna svokölluðu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Pakistan Nafn pakistanska stjórnmálaflokksins Milli Muslim League (MML) var í fyrrinótt ritað á lista Bandaríkjamanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Forsprakkar MML voru jafnframt settir á lista yfir þekkta hryðjuverkamenn. Flokkurinn er sagður útibú hryðjuverkasamtakanna Lashkar-e-Taiba en þau samtök hafa verið á sama lista um nokkurt skeið. Þingkosningar fara fram í Pakistan í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í október ógilti hæstiréttur úrskurð landskjörstjórnar um að MML fengi ekki leyfi til framboðs vegna meintra tengsla við hryðjuverkasamtök. Annan í páskum var MML svo gert að skila inn nauðsynlegum eyðublöðum til þess að hægt væri að skrá flokkinn formlega, að því er India Times greinir frá. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa við þvingunaraðgerðir. Um væri að ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba þótt nafnið væri ekki hið sama. MML-liðar brugðust illa við ákvörðun Bandaríkjamanna. „Við höfnum þessari tilraun Bandaríkjamanna til að grafa undan pakistönsku fullveldi. Við erum friðsamlegur stjórnmálaflokkur sem starfar eftir ákvæðum pakistönsku stjórnarskrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum, upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og bætti við að um áróður og lygar væri að ræða. Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti í þingkosningum júlímánaðar og fái flokkurinn að bjóða sig fram þrátt fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið er ljóst að málflutningur hans mun setja svip sinn á kosningabaráttuna. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst í skoðanakönnunum hingað til, enda ekki formlega kominn í framboð. Þó sýna nýlegar skoðanakannanir að rúm tuttugu prósent hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka Pakistans. Kosningarnar verða þær fyrstu frá því Nawaz Sharif forsætisráðherra sagði af sér eftir að hæstiréttur úrskurði hann sekan í máli sem kom upp eftir leka Panama-skjalanna svokölluðu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira