Hryðjuverkasamtök stefna á þingsæti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Hafiz Saeed á blaðamannafundi í Lahore í janúar. Vísir/AFP Pakistan Nafn pakistanska stjórnmálaflokksins Milli Muslim League (MML) var í fyrrinótt ritað á lista Bandaríkjamanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Forsprakkar MML voru jafnframt settir á lista yfir þekkta hryðjuverkamenn. Flokkurinn er sagður útibú hryðjuverkasamtakanna Lashkar-e-Taiba en þau samtök hafa verið á sama lista um nokkurt skeið. Þingkosningar fara fram í Pakistan í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í október ógilti hæstiréttur úrskurð landskjörstjórnar um að MML fengi ekki leyfi til framboðs vegna meintra tengsla við hryðjuverkasamtök. Annan í páskum var MML svo gert að skila inn nauðsynlegum eyðublöðum til þess að hægt væri að skrá flokkinn formlega, að því er India Times greinir frá. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa við þvingunaraðgerðir. Um væri að ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba þótt nafnið væri ekki hið sama. MML-liðar brugðust illa við ákvörðun Bandaríkjamanna. „Við höfnum þessari tilraun Bandaríkjamanna til að grafa undan pakistönsku fullveldi. Við erum friðsamlegur stjórnmálaflokkur sem starfar eftir ákvæðum pakistönsku stjórnarskrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum, upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og bætti við að um áróður og lygar væri að ræða. Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti í þingkosningum júlímánaðar og fái flokkurinn að bjóða sig fram þrátt fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið er ljóst að málflutningur hans mun setja svip sinn á kosningabaráttuna. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst í skoðanakönnunum hingað til, enda ekki formlega kominn í framboð. Þó sýna nýlegar skoðanakannanir að rúm tuttugu prósent hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka Pakistans. Kosningarnar verða þær fyrstu frá því Nawaz Sharif forsætisráðherra sagði af sér eftir að hæstiréttur úrskurði hann sekan í máli sem kom upp eftir leka Panama-skjalanna svokölluðu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Pakistan Nafn pakistanska stjórnmálaflokksins Milli Muslim League (MML) var í fyrrinótt ritað á lista Bandaríkjamanna yfir erlend hryðjuverkasamtök. Forsprakkar MML voru jafnframt settir á lista yfir þekkta hryðjuverkamenn. Flokkurinn er sagður útibú hryðjuverkasamtakanna Lashkar-e-Taiba en þau samtök hafa verið á sama lista um nokkurt skeið. Þingkosningar fara fram í Pakistan í júlí á þessu ári. Hefur MML hug á því að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Í október ógilti hæstiréttur úrskurð landskjörstjórnar um að MML fengi ekki leyfi til framboðs vegna meintra tengsla við hryðjuverkasamtök. Annan í páskum var MML svo gert að skila inn nauðsynlegum eyðublöðum til þess að hægt væri að skrá flokkinn formlega, að því er India Times greinir frá. Utanríkisráðuneytið bandaríska sagði í yfirlýsingu í gær að MML væru leppsamtök, stofnuð til þess að sleppa við þvingunaraðgerðir. Um væri að ræða ofbeldisfullu hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba þótt nafnið væri ekki hið sama. MML-liðar brugðust illa við ákvörðun Bandaríkjamanna. „Við höfnum þessari tilraun Bandaríkjamanna til að grafa undan pakistönsku fullveldi. Við erum friðsamlegur stjórnmálaflokkur sem starfar eftir ákvæðum pakistönsku stjórnarskrárinnar,“ sagði Tabish Qayyum, upplýsingafulltrúi MML, á Twitter og bætti við að um áróður og lygar væri að ræða. Ljóst er að MML ætlar sér stóra hluti í þingkosningum júlímánaðar og fái flokkurinn að bjóða sig fram þrátt fyrir hryðjuverkasamtakaorðsporið er ljóst að málflutningur hans mun setja svip sinn á kosningabaráttuna. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst í skoðanakönnunum hingað til, enda ekki formlega kominn í framboð. Þó sýna nýlegar skoðanakannanir að rúm tuttugu prósent hyggjast ekki kjósa þrjá stærstu flokka Pakistans. Kosningarnar verða þær fyrstu frá því Nawaz Sharif forsætisráðherra sagði af sér eftir að hæstiréttur úrskurði hann sekan í máli sem kom upp eftir leka Panama-skjalanna svokölluðu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira