Guardiola lofar sóknarbolta á Anfield í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 14:00 Pep Guardiola á blaðamannafundinum fyrir leikinn. Vísir/Getty Það stefnir í skemmtilegt kvöld á Anfield í Liverpool en tvö sókndjörfustu lið enska boltans mætast þá á stóra sviðinu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætir líka með lið sitt í sóknarhug á Anfield í kvöld í fyrri leik City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola lofaði því á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann ætlaði að láta sitt lið spila sóknarbolta á Anfield í kvöld. Kannski verður sóknin „besta“ vörnin en í síðasta leik liðanna á Anfield þá voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri Liverpool og fjöldi dauðafæra til viðbótar litu dagsins ljós. „Ég veit að leikstíll okkar er fullkominn fyrir Liverpool af því að það er það lið sem sækir betur í opin svæði en nokkurt annað lið í heiminum. Þetta á sérstaklega við þá (Sadio) Mane, (Mohamed) Salah, (Roberto) Firmino, sem eru svo góðir leikmenn,“ sagði Pep Guardiola. „Samt sem áður þá finnst mér besta leiðin fyrir okkur vera að reyna að vinna þennan leik. Ef ég færi að tala um að liðið mitt ætlaði að breyta sínum leikstíl fyrir þennan leik þá myndu leikmenn mínir horfa á mig og segja: Þessi gæi er hræddur - stjórinn treystir okkur ekki,“ sagði Guardiola. „Það væru mistök hjá mér að gera það,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola says the way Manchester City play is "perfect for Liverpool". But he's not planning to adapt more conservative tactics in the Champions League tonight: https://t.co/nzKiu1MblCpic.twitter.com/lC2pxZF2BD — Sky Sports Football (@SkyFootball) April 4, 2018 Manchester City hefur skorað 88 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 19 mörk í Meistaradeildinni. Liverpool hefur skorað 75 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 28 mörk í Meistaradeildinni. Liðið í þriðja sæti yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham sem hefur skorað þrettán deildarmörkum færra en Liverpool og 26 deildarmörkum færra en City. „Bæði lið mun reyna að spila fótbolta. Við erum liðin sem skora flest mörk í ensku úrvalsdeildinni. Ég held að lið Jürgen Klopp beri virðingu fyrir góðum fótbolta. Þeir reyna að sækja og auðvitað munum við gera það líka. Ég er viss um að þetta verður góður leikur,“ sagði Guardiola.Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Það stefnir í skemmtilegt kvöld á Anfield í Liverpool en tvö sókndjörfustu lið enska boltans mætast þá á stóra sviðinu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætir líka með lið sitt í sóknarhug á Anfield í kvöld í fyrri leik City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola lofaði því á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann ætlaði að láta sitt lið spila sóknarbolta á Anfield í kvöld. Kannski verður sóknin „besta“ vörnin en í síðasta leik liðanna á Anfield þá voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri Liverpool og fjöldi dauðafæra til viðbótar litu dagsins ljós. „Ég veit að leikstíll okkar er fullkominn fyrir Liverpool af því að það er það lið sem sækir betur í opin svæði en nokkurt annað lið í heiminum. Þetta á sérstaklega við þá (Sadio) Mane, (Mohamed) Salah, (Roberto) Firmino, sem eru svo góðir leikmenn,“ sagði Pep Guardiola. „Samt sem áður þá finnst mér besta leiðin fyrir okkur vera að reyna að vinna þennan leik. Ef ég færi að tala um að liðið mitt ætlaði að breyta sínum leikstíl fyrir þennan leik þá myndu leikmenn mínir horfa á mig og segja: Þessi gæi er hræddur - stjórinn treystir okkur ekki,“ sagði Guardiola. „Það væru mistök hjá mér að gera það,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola says the way Manchester City play is "perfect for Liverpool". But he's not planning to adapt more conservative tactics in the Champions League tonight: https://t.co/nzKiu1MblCpic.twitter.com/lC2pxZF2BD — Sky Sports Football (@SkyFootball) April 4, 2018 Manchester City hefur skorað 88 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 19 mörk í Meistaradeildinni. Liverpool hefur skorað 75 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 28 mörk í Meistaradeildinni. Liðið í þriðja sæti yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham sem hefur skorað þrettán deildarmörkum færra en Liverpool og 26 deildarmörkum færra en City. „Bæði lið mun reyna að spila fótbolta. Við erum liðin sem skora flest mörk í ensku úrvalsdeildinni. Ég held að lið Jürgen Klopp beri virðingu fyrir góðum fótbolta. Þeir reyna að sækja og auðvitað munum við gera það líka. Ég er viss um að þetta verður góður leikur,“ sagði Guardiola.Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti