Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 13:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fer með mjög ungt lið til leiks í Gulldeildina í Noregi um helgina en strákarnir okkar flugu út í morgun. Þar mætir Ísland þremur af bestu liðum heims; Noregi, Frakklandi og Danmörku, en íslenska liðið mætir með marga nýliða til leiks sem verður hent í djúpu laugina. Táningarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson (18 ára) og Haukur Þrastarson (16 ára) munu væntanlega sjá um að stýra sóknarleik íslenska liðsins en í liðinu er einnig hinn 19 ára gamli Teitur Örn Einarsson og 18 ára gamall markvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson. Þessir ungu menn hafa fengið mikið að spila með sínum liðum í Olís-deildinni undanfarin misseri og mæta því ekki alveg reynslulausir til leiks með landsliðinu. Þetta eru spennandi strákar að mati besta handboltamanns þjóðarinnar, Arons Pálmarssonar. „Ég verð að segja það, að þeir líta mjög vel út. Það sem ég er ánægðastur með er handboltagreindin hjá þeim. Þeir skilja leikinn og það þarf ekki að segja þeim hlutina oft,“ segir Aron. „Maður sér að þessir strákar komu vel undirbúnir til leiks. Það er kraftur í þeim. Auðvitað eru þeir ungir en það verður gaman að fara með þeim og spila á móti þessum bestu þjóðum.“ Stefán Rafn Sigurmannsson er fæddur 1990 eins og Aron en báðir eru reynsluboltar í landsliðinu. Hann tekur í sama streng og vinur sinn úr Hafnarfirðinum. „Þeir eru hrikalega ferskir og rosalega sterkir maður á mann og góðir skotmenn. Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Stefán Rafn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fer með mjög ungt lið til leiks í Gulldeildina í Noregi um helgina en strákarnir okkar flugu út í morgun. Þar mætir Ísland þremur af bestu liðum heims; Noregi, Frakklandi og Danmörku, en íslenska liðið mætir með marga nýliða til leiks sem verður hent í djúpu laugina. Táningarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson (18 ára) og Haukur Þrastarson (16 ára) munu væntanlega sjá um að stýra sóknarleik íslenska liðsins en í liðinu er einnig hinn 19 ára gamli Teitur Örn Einarsson og 18 ára gamall markvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson. Þessir ungu menn hafa fengið mikið að spila með sínum liðum í Olís-deildinni undanfarin misseri og mæta því ekki alveg reynslulausir til leiks með landsliðinu. Þetta eru spennandi strákar að mati besta handboltamanns þjóðarinnar, Arons Pálmarssonar. „Ég verð að segja það, að þeir líta mjög vel út. Það sem ég er ánægðastur með er handboltagreindin hjá þeim. Þeir skilja leikinn og það þarf ekki að segja þeim hlutina oft,“ segir Aron. „Maður sér að þessir strákar komu vel undirbúnir til leiks. Það er kraftur í þeim. Auðvitað eru þeir ungir en það verður gaman að fara með þeim og spila á móti þessum bestu þjóðum.“ Stefán Rafn Sigurmannsson er fæddur 1990 eins og Aron en báðir eru reynsluboltar í landsliðinu. Hann tekur í sama streng og vinur sinn úr Hafnarfirðinum. „Þeir eru hrikalega ferskir og rosalega sterkir maður á mann og góðir skotmenn. Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Stefán Rafn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00