Ollu usla í Bæjarhrauni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:38 Ölvun setti svip sinn á Bæjarhraun í gærkvöldi. Vísir/STEFÁN Tveir ölvaðir ökumenn voru til vandræða með stuttu millibili í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í gærkvöldi. Annar þeirra, ung kona, reyndi að keyra af vettvangi eftir að hafa lent í samstuði við aðra bifreið. Það tókst þó ekki betur en svo að hún ók á gangandi vegfaranda áður en hún stakk af. Lögreglan hafði hendur í hári hennar skömmu síðar eftir að hafa þurft að hlaupa hana uppi. Áður hafði hún ekið á lögregubifreið og er því afbrotalisti hennar nokkuð langur eftir gærkvöldið. Í skeyti lögreglunnar er hann tíundaður: „Konan er grunuð um: umferðaróhapp / eignatjón, afstungu frá vettvangi, aka á gangandi, ölvun við akstur, akstur án réttinda þ.e. svipt ökuréttindum, of hraðan akstur miðað við aðstæður, forgangur ekki virtur, ekki farið að fyrirmælum lögreglu ofl,“ eins og lögreglan orðar það. Konan hefur mátt sofa úr sér vímuna í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Hinn ölvaði ökumaðurinn hafði þrjú börn meðferðis. Lögreglu barst fyrst tilkynning um manninn þegar hann var í þann mund að setja börnin inn í bifreið. Að sögn lögreglunnar reyndi einstaklingurinn sem tilkynnti um málið hvað hann gat til að hindra manninn í að aka af stað. Það virðist hafa tekist því maðurinn og börnin voru komin út úr bifreiðinni þegar lögreglan mætti á vettvang skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Börnin eru sögð hafa verið illa klædd og að kalt hafi verið í veðri. Málið var afgreitt með aðstoð Barnaverndar. Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Tveir ölvaðir ökumenn voru til vandræða með stuttu millibili í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í gærkvöldi. Annar þeirra, ung kona, reyndi að keyra af vettvangi eftir að hafa lent í samstuði við aðra bifreið. Það tókst þó ekki betur en svo að hún ók á gangandi vegfaranda áður en hún stakk af. Lögreglan hafði hendur í hári hennar skömmu síðar eftir að hafa þurft að hlaupa hana uppi. Áður hafði hún ekið á lögregubifreið og er því afbrotalisti hennar nokkuð langur eftir gærkvöldið. Í skeyti lögreglunnar er hann tíundaður: „Konan er grunuð um: umferðaróhapp / eignatjón, afstungu frá vettvangi, aka á gangandi, ölvun við akstur, akstur án réttinda þ.e. svipt ökuréttindum, of hraðan akstur miðað við aðstæður, forgangur ekki virtur, ekki farið að fyrirmælum lögreglu ofl,“ eins og lögreglan orðar það. Konan hefur mátt sofa úr sér vímuna í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Hinn ölvaði ökumaðurinn hafði þrjú börn meðferðis. Lögreglu barst fyrst tilkynning um manninn þegar hann var í þann mund að setja börnin inn í bifreið. Að sögn lögreglunnar reyndi einstaklingurinn sem tilkynnti um málið hvað hann gat til að hindra manninn í að aka af stað. Það virðist hafa tekist því maðurinn og börnin voru komin út úr bifreiðinni þegar lögreglan mætti á vettvang skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Börnin eru sögð hafa verið illa klædd og að kalt hafi verið í veðri. Málið var afgreitt með aðstoð Barnaverndar.
Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira