Aron: Hrikalega ánægðir að fá Gumma sem er einn besti þjálfari heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:00 Aron Pálmarsson á æfingu í Víkinni í vikunni. vísir/rakel ósk Aron Pálmarsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur átt erfitt tímabil hjá félagsliði sínu Barcelona sem stafar helst af því að hann fékk ekki að byrja þar fyrr en seint um síðir vegna deilna við fyrrverandi félag sitt, Veszprém. Aron hefur svo glímt við smávægileg meiðsli eftir komuna til Katalóníu og aldrei komist almennilega í takt við hlutina. „Alltaf þegar að maður hefur verið að komast í sitt besta form hef ég tognað á nára til dæmis. Það hafa alltaf komið einhver bakslög. Ég skal viðurkenna það, að þetta tímabil hefði getað verið betra. Nú þarf ég bara að reyna að klára þetta með stæl,“ segir Aron.Miklar kröfur Börsungar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á móti Montpellier í 16 liða úrslitum en Börsungar eru vanir því að komast að minnsta kosti í undanúrslit. Þar er stefnt að því að vinna allt sem í boði er. „Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar. Við duttum úr Meistaradeildinni í 16 liða úrslitum en erum búnir að vinna deildina. Það eru sex leikir eftir í deildinni og tveir mánuðir eftir þannig það er ekki mikil gulrót í gangi,“ segir Aron. „Það var mikið áfall að detta út en það eina sem hægt er að gera úr þessu er að stíga upp og klára deildina með sóma. Svo er bara að koma tvíefldir á næsta ári.“Bestur í heimi Aron vann til bronsverðlauna á EM 2010 með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og skyttan magnaða fagnar því að fá Guðmund aftur. „Ég hef spilað fyrir hann og svo á móti honum. Það er frábært að fá hann aftur inn. Hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann er einn besti þjálfari í heimi,“ segir Aron. „Ég hef alltaf fílað pælingar Guðmundar. Mér hefur liðið vel hjá þeim og hann hefur náð árangri. Við erum hrikalega ánægðir með þetta og það hefur sést á æfingum,“ segir Aron Pálmarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30 Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30 Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Aron Pálmarsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur átt erfitt tímabil hjá félagsliði sínu Barcelona sem stafar helst af því að hann fékk ekki að byrja þar fyrr en seint um síðir vegna deilna við fyrrverandi félag sitt, Veszprém. Aron hefur svo glímt við smávægileg meiðsli eftir komuna til Katalóníu og aldrei komist almennilega í takt við hlutina. „Alltaf þegar að maður hefur verið að komast í sitt besta form hef ég tognað á nára til dæmis. Það hafa alltaf komið einhver bakslög. Ég skal viðurkenna það, að þetta tímabil hefði getað verið betra. Nú þarf ég bara að reyna að klára þetta með stæl,“ segir Aron.Miklar kröfur Börsungar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á móti Montpellier í 16 liða úrslitum en Börsungar eru vanir því að komast að minnsta kosti í undanúrslit. Þar er stefnt að því að vinna allt sem í boði er. „Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar. Við duttum úr Meistaradeildinni í 16 liða úrslitum en erum búnir að vinna deildina. Það eru sex leikir eftir í deildinni og tveir mánuðir eftir þannig það er ekki mikil gulrót í gangi,“ segir Aron. „Það var mikið áfall að detta út en það eina sem hægt er að gera úr þessu er að stíga upp og klára deildina með sóma. Svo er bara að koma tvíefldir á næsta ári.“Bestur í heimi Aron vann til bronsverðlauna á EM 2010 með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og skyttan magnaða fagnar því að fá Guðmund aftur. „Ég hef spilað fyrir hann og svo á móti honum. Það er frábært að fá hann aftur inn. Hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann er einn besti þjálfari í heimi,“ segir Aron. „Ég hef alltaf fílað pælingar Guðmundar. Mér hefur liðið vel hjá þeim og hann hefur náð árangri. Við erum hrikalega ánægðir með þetta og það hefur sést á æfingum,“ segir Aron Pálmarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30 Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30 Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30
Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30
Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00