Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. apríl 2018 08:40 Geymslur loguðu í gær og ljóst að tjón er margvíslegt og mikið. Vísir/eyþór Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45