Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. apríl 2018 09:00 Geðdeyfðarlyf virka betur en lyfleysumeðferð samkvæmt rannsókninni. Fréttablaðið/Getty Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna. Notkun geðdeyfðarlyfja við alvarlegu þunglyndi (MDD) ber meiri árangur en lyfleysumeðferð. Þetta er niðurstaða nýrrar samanburðarrannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Oxford-háskóla. Virkni geðdeyfðarlyfja til að hjálpa einstaklingum að eiga við geðraskanir á borð við þunglyndi er almennt viðurkennd. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hve mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysu. Þessi nýja og yfirgripsmikla rannsókn virðist svara þeirri spurningu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknaritinu The Lancet á dögunum en hún tekur til 522 birtra og óbirtra tvíblindra slembirannsókna á árunum milli 1979 og 2016. Niðurstöður þessara rannsóknar voru keyrðar saman en alls tóku þær til 116.477 einstaklinga. Af þeim voru 87.052 sjúklingar sem fengu eitt af 21 geðdeyfðarlyfi sem tekið var til rannsóknar, en 29.425 fengu lyfleysu. Þó að töluverður munur hafi verið á virkni lyfjanna þá sýndu þau í öllum tilfellum fram á betri virkni en lyfleysa. Jafnframt taka vísindamennirnir fram að þessar niðurstöður eigi aðeins við fullorðna einstaklinga, ekki börn og unglinga. Þeir segja lyfið Flúoxetín líklega eina geðdeyfðarlyfið sem geti dregið úr einkennum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir á geðsviði Landspítala, bendir á að meðferðarsvörun við lyfleysumeðferð er meiri í meðferð þunglyndis en meðferð annarra algengra geðraskana. Viti sjúklingur að það séu helmingslíkur á að hann fái viðurkennt lyf eða lyfleysu, þá ýtir það frekar undir bata af þunglyndi en að taka enga töflu.Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræðiHann segir ávinning rannsóknarinnar ekki síst þann að höfundarnir söfnuðu einnig niðurstöðum sem ekki hafa verið birtar opinberlega. „Því hefur endurtekið verið haldið fram af efasemdarmönnum að ef það tækist að ná í niðurstöður óbirtra greina þá kæmu þunglyndislyfin mun verr út en áður hefur verið haldið fram,“ segir Engilbert. „Þessar niðurstöður sýna hins vegar mjög svipaða mynd og kom fram í samantekt sömu höfunda árið 2009 þar sem mikið skorti á aðgang að óbirtum rannsóknum.“ Höfundar rannsóknarinnar vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að stuðla að enn öflugri gagnreyndum lækningum og að þær fræði sjúklinga, lækna og þá sem koma að opinberri stefnumótun um virkni geðdeyfðarlyfja. „Það hefur í raun vart verið deilt um það meðal lækna að þunglyndislyf skila árangri, heldur frekar hversu mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysumeðferð,“ segir Engilbert. „Það má þó alltaf finna tortryggna einstaklinga í röðum lækna og fræðimanna og almennings sem sjá samsæri í flestum hornum.“ Rannsóknin tók til alvarlegs til miðlungssvæsins þunglyndis. Alvarlegt þunglyndi er geðröskun sem herjar á 350 milljónir um allan heim. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna. Notkun geðdeyfðarlyfja við alvarlegu þunglyndi (MDD) ber meiri árangur en lyfleysumeðferð. Þetta er niðurstaða nýrrar samanburðarrannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Oxford-háskóla. Virkni geðdeyfðarlyfja til að hjálpa einstaklingum að eiga við geðraskanir á borð við þunglyndi er almennt viðurkennd. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hve mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysu. Þessi nýja og yfirgripsmikla rannsókn virðist svara þeirri spurningu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknaritinu The Lancet á dögunum en hún tekur til 522 birtra og óbirtra tvíblindra slembirannsókna á árunum milli 1979 og 2016. Niðurstöður þessara rannsóknar voru keyrðar saman en alls tóku þær til 116.477 einstaklinga. Af þeim voru 87.052 sjúklingar sem fengu eitt af 21 geðdeyfðarlyfi sem tekið var til rannsóknar, en 29.425 fengu lyfleysu. Þó að töluverður munur hafi verið á virkni lyfjanna þá sýndu þau í öllum tilfellum fram á betri virkni en lyfleysa. Jafnframt taka vísindamennirnir fram að þessar niðurstöður eigi aðeins við fullorðna einstaklinga, ekki börn og unglinga. Þeir segja lyfið Flúoxetín líklega eina geðdeyfðarlyfið sem geti dregið úr einkennum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir á geðsviði Landspítala, bendir á að meðferðarsvörun við lyfleysumeðferð er meiri í meðferð þunglyndis en meðferð annarra algengra geðraskana. Viti sjúklingur að það séu helmingslíkur á að hann fái viðurkennt lyf eða lyfleysu, þá ýtir það frekar undir bata af þunglyndi en að taka enga töflu.Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræðiHann segir ávinning rannsóknarinnar ekki síst þann að höfundarnir söfnuðu einnig niðurstöðum sem ekki hafa verið birtar opinberlega. „Því hefur endurtekið verið haldið fram af efasemdarmönnum að ef það tækist að ná í niðurstöður óbirtra greina þá kæmu þunglyndislyfin mun verr út en áður hefur verið haldið fram,“ segir Engilbert. „Þessar niðurstöður sýna hins vegar mjög svipaða mynd og kom fram í samantekt sömu höfunda árið 2009 þar sem mikið skorti á aðgang að óbirtum rannsóknum.“ Höfundar rannsóknarinnar vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að stuðla að enn öflugri gagnreyndum lækningum og að þær fræði sjúklinga, lækna og þá sem koma að opinberri stefnumótun um virkni geðdeyfðarlyfja. „Það hefur í raun vart verið deilt um það meðal lækna að þunglyndislyf skila árangri, heldur frekar hversu mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysumeðferð,“ segir Engilbert. „Það má þó alltaf finna tortryggna einstaklinga í röðum lækna og fræðimanna og almennings sem sjá samsæri í flestum hornum.“ Rannsóknin tók til alvarlegs til miðlungssvæsins þunglyndis. Alvarlegt þunglyndi er geðröskun sem herjar á 350 milljónir um allan heim.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira