Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2018 15:02 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, telur fjármálaáætlunina sem kynnt var á miðvikudag, vera óraunhæfa. Sjálfur hefði hann helst kosið að halda skattstiginu óbreyttu á meðan unnið væri að því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Hún [fjármálaáætlunin] gerir ráð fyrir fordæmalausum vexti í ríkisútgjöldum á sama tíma og menn ætli að lækka skatta,“ segir Þorsteinn. Hann telur augljósan sannleik að grípa þurfi til skattahækkana til þess að standa undir vexti í ríkisútgjöldum. Þorsteinn tekur mið af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar meðal annars í útgjaldaaukningu til heilbrigðismála þegar hann segir: „Ríkissjóður ekki geta staðið undir þessum loforðum nema kannski í besta falli í eitt tvö ár fram í tímann og svo mun það bresta og ætla síðan að lækka skatta ofan í þetta er algjörlega óraunhæft.“ Um fjármálaáætlunina hefur Þorsteinn orðið „draumsýn“ og segir að verið sé að tæma sparibaukinn. „Það er verið að eyða öllu lausafé sem finnst. Það er verið að taka arðgreiðslur út úr bönkunum aukalega og setja það inn í rekstur. Það var dálítið táknrænt að forsætisráðherra gæfi seðlabankastjóra sparibauk á ársfundi seðlabankans því það er kannski það sem þessi ríkisstjórn er að gera, hún er að hrista þennan sparibauk algjörlega galtóman og hún mun ekki getað staðið undir þessum útgjaldaloforðum.“ Þorsteinn Víglundsson var einn gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í hádeginu en til umfjöllunar var fjármálaáætlun næstu fimm ára en stærstu útgjaldaliðir snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Víglínan Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, telur fjármálaáætlunina sem kynnt var á miðvikudag, vera óraunhæfa. Sjálfur hefði hann helst kosið að halda skattstiginu óbreyttu á meðan unnið væri að því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Hún [fjármálaáætlunin] gerir ráð fyrir fordæmalausum vexti í ríkisútgjöldum á sama tíma og menn ætli að lækka skatta,“ segir Þorsteinn. Hann telur augljósan sannleik að grípa þurfi til skattahækkana til þess að standa undir vexti í ríkisútgjöldum. Þorsteinn tekur mið af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar meðal annars í útgjaldaaukningu til heilbrigðismála þegar hann segir: „Ríkissjóður ekki geta staðið undir þessum loforðum nema kannski í besta falli í eitt tvö ár fram í tímann og svo mun það bresta og ætla síðan að lækka skatta ofan í þetta er algjörlega óraunhæft.“ Um fjármálaáætlunina hefur Þorsteinn orðið „draumsýn“ og segir að verið sé að tæma sparibaukinn. „Það er verið að eyða öllu lausafé sem finnst. Það er verið að taka arðgreiðslur út úr bönkunum aukalega og setja það inn í rekstur. Það var dálítið táknrænt að forsætisráðherra gæfi seðlabankastjóra sparibauk á ársfundi seðlabankans því það er kannski það sem þessi ríkisstjórn er að gera, hún er að hrista þennan sparibauk algjörlega galtóman og hún mun ekki getað staðið undir þessum útgjaldaloforðum.“ Þorsteinn Víglundsson var einn gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í hádeginu en til umfjöllunar var fjármálaáætlun næstu fimm ára en stærstu útgjaldaliðir snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Víglínan Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09