Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ingvar Þór Björnsson skrifar 8. apríl 2018 16:25 Úr flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess. Vísir/AFP Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. Reuters greinir frá. Nærri 700.000 Róhingjar hafa flúið Rakhine-hérað Mjanmar frá því að þjóðernishreinsanir mjanmarska hersins á þeim hófust í ágúst á síðasta ári. Flestir hafa farið til Bangladess en stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess náðu samkomulagi í nóvember um að Róhingjar á flótta myndu snúa aftur til heimkynna sinna í Mjanmar innan tveggja ára. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þeim sé nú óhætt að snúa til baka en staðan hefur ekki batnað að mati Sameinuðu þjóðanna. Enn hefur enginn snúið heim. Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.Vísir/AFP Mueller, sem lauk nýverið sex daga ferðalagi um Mjanmar, segir að Róhingjar hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, lifi við mikið óöryggi og að ótækt sé fyrir fólkið að snúa aftur við núverandi aðstæður. Þá bendir hún á að eitt helsta vandamálið sé að mjanmarski stjórnarherinn hafi lagt að minnsta kosti 55 þorp þeirra í rúst. „Ég sá svæði þar sem þorp höfðu verið brennd niður og lögð í rúst. Ég hef hvorki séð né heyrt eitthvað sem bendir til þess að fólkið geti snúið til síns heima,“ sagði Mueller. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þorpin hafi verið jöfnuð við jörðu til að rýma fyrir flóttamannabúðum. Ríkisstjórn Mjanmar hefur hafnað því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Þarlend stjórnvöld líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. Reuters greinir frá. Nærri 700.000 Róhingjar hafa flúið Rakhine-hérað Mjanmar frá því að þjóðernishreinsanir mjanmarska hersins á þeim hófust í ágúst á síðasta ári. Flestir hafa farið til Bangladess en stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess náðu samkomulagi í nóvember um að Róhingjar á flótta myndu snúa aftur til heimkynna sinna í Mjanmar innan tveggja ára. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þeim sé nú óhætt að snúa til baka en staðan hefur ekki batnað að mati Sameinuðu þjóðanna. Enn hefur enginn snúið heim. Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.Vísir/AFP Mueller, sem lauk nýverið sex daga ferðalagi um Mjanmar, segir að Róhingjar hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, lifi við mikið óöryggi og að ótækt sé fyrir fólkið að snúa aftur við núverandi aðstæður. Þá bendir hún á að eitt helsta vandamálið sé að mjanmarski stjórnarherinn hafi lagt að minnsta kosti 55 þorp þeirra í rúst. „Ég sá svæði þar sem þorp höfðu verið brennd niður og lögð í rúst. Ég hef hvorki séð né heyrt eitthvað sem bendir til þess að fólkið geti snúið til síns heima,“ sagði Mueller. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þorpin hafi verið jöfnuð við jörðu til að rýma fyrir flóttamannabúðum. Ríkisstjórn Mjanmar hefur hafnað því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Þarlend stjórnvöld líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00