Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Íslandsbanki flúði myglu- og rakaskemmdar höfuðstöðvar sínar við Kirkjusand. Einhverjir starfsmenn glíma þó enn við eftirköstin af þeim. Íslandsbanki leggur til að húsnæðið á Kirkjusandi verði rifið Vísir/Vilhelm Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka glíma enn við eftirköst veikinda af völdum myglu- og rakaskemmda í höfuðstöðvum bankans við Kirkjusand. Af þeim sökum hefur þeim verið hlíft við að flytja í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan á framkvæmdum hefur staðið þar. „Þetta eru örfáir starfsmenn sem ekki eru starfandi í húsi á meðan á framkvæmdum í Norðurturninum stendur. Þau hafa verið viðkvæm fyrir raskinu sem er í húsinu eftir Kirkjusandinn,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. „Það fellur til alls konar ryk og annað við framkvæmdirnar svo þeim er hlíft við að vera þar á meðan á framkvæmdum stendur. En þau eru væntanleg í hús núna á næstunni,“ segir Edda en bendir á að enginn þeirra hafi verið í veikindaleyfi vegna þessa, aðeins unnið annars staðar en í húsinu.Edda HermannsdóttirÍ ársbyrjun 2016 greindu forsvarsmenn bankans frá því að mygla hefði greinst á vinnusvæðum starfsmanna höfuðstöðvanna við Kirkjusand og að gripið hefði verið til ráðstafana af þeim sökum. Óæskilegt magn af gróum og sveppahlutum fannst á einstaka vinnusvæðum starfsmanna. Starfsfólk hafði kvartað yfir óþægindum og lélegum loftgæðum. Nokkru síðar var tilkynnt um að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar og sameina starfsemi sína í Norðurturninum í Kópavogi. Þeir flutningar hófust á síðari hluta árs 2016 þegar fyrstu starfsmenn fluttust yfir en síðan stóðu flutningar yfir langt fram á árið 2017. Nú er svo komið að nær allir starfsmenn, ríflega sex hundruð talsins, eru komnir í Norðurturninn. Bankinn lækkaði virði á húsnæðinu að Kirkjusandi um 1,2 milljarða í reikningum árið 2016. Birna Einarsdóttir útskýrði ákvörðunina á þann veg að engin leið væri að vita hvað yrði um húsið eða hvað skemmdirnar myndu kosta bankann. Íslandsbanki lagði síðar til að gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkjusandi yrðu rifnar og hefur lagt inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja lóðina út frá því. „Við erum búin að láta þrjú sérfræðifyrirtæki skoða húsið og meta kostnaðinn við að ýmist gera það upp eða rífa það. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að það yrði of kostnaðarsamt að ráðast í viðgerðir, þar sem of miklar skemmdir voru á húsinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57 Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka glíma enn við eftirköst veikinda af völdum myglu- og rakaskemmda í höfuðstöðvum bankans við Kirkjusand. Af þeim sökum hefur þeim verið hlíft við að flytja í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan á framkvæmdum hefur staðið þar. „Þetta eru örfáir starfsmenn sem ekki eru starfandi í húsi á meðan á framkvæmdum í Norðurturninum stendur. Þau hafa verið viðkvæm fyrir raskinu sem er í húsinu eftir Kirkjusandinn,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. „Það fellur til alls konar ryk og annað við framkvæmdirnar svo þeim er hlíft við að vera þar á meðan á framkvæmdum stendur. En þau eru væntanleg í hús núna á næstunni,“ segir Edda en bendir á að enginn þeirra hafi verið í veikindaleyfi vegna þessa, aðeins unnið annars staðar en í húsinu.Edda HermannsdóttirÍ ársbyrjun 2016 greindu forsvarsmenn bankans frá því að mygla hefði greinst á vinnusvæðum starfsmanna höfuðstöðvanna við Kirkjusand og að gripið hefði verið til ráðstafana af þeim sökum. Óæskilegt magn af gróum og sveppahlutum fannst á einstaka vinnusvæðum starfsmanna. Starfsfólk hafði kvartað yfir óþægindum og lélegum loftgæðum. Nokkru síðar var tilkynnt um að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar og sameina starfsemi sína í Norðurturninum í Kópavogi. Þeir flutningar hófust á síðari hluta árs 2016 þegar fyrstu starfsmenn fluttust yfir en síðan stóðu flutningar yfir langt fram á árið 2017. Nú er svo komið að nær allir starfsmenn, ríflega sex hundruð talsins, eru komnir í Norðurturninn. Bankinn lækkaði virði á húsnæðinu að Kirkjusandi um 1,2 milljarða í reikningum árið 2016. Birna Einarsdóttir útskýrði ákvörðunina á þann veg að engin leið væri að vita hvað yrði um húsið eða hvað skemmdirnar myndu kosta bankann. Íslandsbanki lagði síðar til að gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkjusandi yrðu rifnar og hefur lagt inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja lóðina út frá því. „Við erum búin að láta þrjú sérfræðifyrirtæki skoða húsið og meta kostnaðinn við að ýmist gera það upp eða rífa það. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að það yrði of kostnaðarsamt að ráðast í viðgerðir, þar sem of miklar skemmdir voru á húsinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57 Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57
Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00