Segir starfsemi og regluverk helst minna á villta vestrið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:30 Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Vísir/Getty Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52