Fjármálaáætlun lögð fram seinna en áætlað var vegna páska Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. mars 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/ernir Á fundi Steingríms J. Sigfússonar þingforseta með þingflokksformönnum í gær var þeim tilkynnt að forseta hefði borist tilkynning frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að hann myndi leggja fjármálaáætlun fyrir þingið þann 5. apríl næstkomandi. Í lögum um opinber fjármál er hins vegar sagt að slíka áætlun skuli leggja fram eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Ein af ástæðum fyrirhugaðrar seinkunar er að 1. apríl þetta árið er páskadagur. Stjórnarandstöðuþingmenn voru margir hverjir ósáttir og töluðu jafnvel um lögbrot. „Það skal […] ekki koma neinum á óvart að páska hafi borið upp á þessum tíma á þessu ári,“ sagði Pawel Bartozsek, varaþingmaður Viðreisnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins stóð til að fyrri umræða um fjármálaætlun myndi hefjast á morgun. Vonast var til að henni yrði lokið fyrir páskafrí þingsins til að unnt væri að senda hana í umsagnarferli við það tímamark. „Síðasta ríkisstjórn, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafði að minnsta kosti mánuði skemmri tíma til þess að koma fram með fjármálaáætlun, hún var að vísu vond, en hún kom á réttum tíma,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Þeirri áætlun var skilað til þingsins 31. mars en árið 2016 seinkaði henni til 8. apríl. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, kom fjármálaráðherra til varnar. „Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessir þrír dagar sem þetta frestast skilja ekki milli feigs og ófeigs hvað mig varðar,“ sagði Kolbeinn, en hann var eini stjórnarliðinn sem tók til máls um málið. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Á fundi Steingríms J. Sigfússonar þingforseta með þingflokksformönnum í gær var þeim tilkynnt að forseta hefði borist tilkynning frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að hann myndi leggja fjármálaáætlun fyrir þingið þann 5. apríl næstkomandi. Í lögum um opinber fjármál er hins vegar sagt að slíka áætlun skuli leggja fram eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Ein af ástæðum fyrirhugaðrar seinkunar er að 1. apríl þetta árið er páskadagur. Stjórnarandstöðuþingmenn voru margir hverjir ósáttir og töluðu jafnvel um lögbrot. „Það skal […] ekki koma neinum á óvart að páska hafi borið upp á þessum tíma á þessu ári,“ sagði Pawel Bartozsek, varaþingmaður Viðreisnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins stóð til að fyrri umræða um fjármálaætlun myndi hefjast á morgun. Vonast var til að henni yrði lokið fyrir páskafrí þingsins til að unnt væri að senda hana í umsagnarferli við það tímamark. „Síðasta ríkisstjórn, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafði að minnsta kosti mánuði skemmri tíma til þess að koma fram með fjármálaáætlun, hún var að vísu vond, en hún kom á réttum tíma,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Þeirri áætlun var skilað til þingsins 31. mars en árið 2016 seinkaði henni til 8. apríl. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, kom fjármálaráðherra til varnar. „Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessir þrír dagar sem þetta frestast skilja ekki milli feigs og ófeigs hvað mig varðar,“ sagði Kolbeinn, en hann var eini stjórnarliðinn sem tók til máls um málið.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda