Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2018 11:52 Nemendur í herskóla í Japan. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Suður-Kínahaf Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Suður-Kínahaf Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira