„Hættið að verja þennan ósóma“ Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 14:01 Páll Magnússon telur Braga Pál ekki húsum hæfan en Ingibjörg Dögg og Jón Trausti verja sinn mann. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon alþingismaður hefur krafið forsvarsmenn Stundarinnar um afsökunarbeiðni vegna skrifa Braga Páls Sigurðarsonar. Átökum milli ritstjóra Stundarinnar og Páls Magnússonar alþingismanns, sem Vísir fjallaði um í gær, er hvergi nærri lokið. Talsverðar væringar hafa risið vegna umdeildra pistlaskrifa Braga Páls sem stundin birti í tengslum við Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um síðustu helgi. Pistillinn heitir „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018“ og hefur farið mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, enda er hvergi skafið af því í hreinni og klárri andúð á þeim flokk í skrifunum. Vísir greindi frá viðbrögðum Páls vegna pistilsins, og í gærkvöldi tjáði svo Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, um fúkyrðaflaum sem dunið hefur á Stundinni, meðal annars á vegg Páls.Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.Vísir/ErnirHættið að verja þennan ósóma Páll skrifaði annan status vegna málsins í morgun þar sem hann vísar til talsverðra umræðna sem sköpuðust á síðu sinni í gær. „Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í Stundinni um Landsfund Sjálfstæðismanna. Á umræðuþræðinum var helst að skilja á talsmönnum Stundarinnar að viðkomandi pistlahöfundur hefði verið á eigin vegum að skrifa etta og ritstjórn Stundarinnar óviðkomandi. Ég hef nú fengið staðfest að ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tilkynnti sjálf að Bragi Páll Sigurðarson myndi mæta á fundinn "fyrir hönd Stundarinnar". Ég segi því enn við forráðamenn Stundarinnar: Hættið að verja þennan ósóma; axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar.“ Páll bætir því svo við að hann vilji biðja þá sem taki til máls gæti orða sinna og almennra mannasiða. „Sumt af því sem fólk sagði í framhaldi af færslu minni í gær vil ég ekki sjá á minni síðu“.Bragi Páll skrifar pistla á vef Stundarinnar hvar hann starfaði áður sem blaðamaður.Vísir/ErnirHvenær drepur ber maður ábyrgð... Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri Stundarinnar, svarar Páli á síðu hans og ekki er að sjá að hann ætli að biðjast afsökunar á einu né neinu. Hann ítrekar að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti ritstjórnar Stundarinnar. Hann fékk frjálsar hendur, sem beitt ljóðskáld og pistlahöfundur, að skrifa ádeilugrein um landsfund „helsta valdaflokks íslensks samfélags, og vitnaði þar með háðskum og greinilega umdeildum hætti í umtöluð hneykslismál flokksins,“ skrifar Jón Trausti. Og vill þá meina að Páll sé ekki samkvæmur sjálfum sér. „Þú hefur haft umburðarlyndi fyrir mörgu misjöfnu, og jafnvel talið umræðu um þessi hneykslismál - leynd yfir veitingu uppreistar æru kynferðisbrotamanna - vera „garg“ og meðal annars sagt að það sé „út í hött“ að dómsmálaráðherra segi af sér eftir lögbrot við skipan dómara. Nú ber hins vegar svo við að þú vilt að við „öxlum ábyrgð okkar“ vegna háðsgreinarinnar,“ segir Jón Trausti.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmMisnotkun á aðstæðum öðrum til tjóns Jón Trausti segir að fúkyrðaflaumurinn í garð Stundarinnar, sem Páll kallaði „endaþarm“ hafi verið yfirgengilegur og ljóst að töluverð heift sé í garð Stundarinnar úr þeim ranni, en Sjálfstæðismenn þurfi auðvitað líka að þola að við þeim sé stuggað. „Það er umhugsunarvert ef við með einhverjum hætti ýtum undir slíkt framferði. Öllum er hollt að líta í eigin barm, og mér þykir sannarlega leitt ef almennir landsfundargestir hafa tekið til sín ummæli úr háðsádeilu um flokkinn, þar sem greininni var ætlað að beinast að flokknum sem valdaafli, beitingu hans á valdi og svo þeim sem sannarlega hafa misgjört og misnotað aðstæður sínar öðrum til tjóns,“ segir Jón Trausti og ljóst að ekki sér til lands í þeim ýfingunum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06 „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Páll Magnússon alþingismaður hefur krafið forsvarsmenn Stundarinnar um afsökunarbeiðni vegna skrifa Braga Páls Sigurðarsonar. Átökum milli ritstjóra Stundarinnar og Páls Magnússonar alþingismanns, sem Vísir fjallaði um í gær, er hvergi nærri lokið. Talsverðar væringar hafa risið vegna umdeildra pistlaskrifa Braga Páls sem stundin birti í tengslum við Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um síðustu helgi. Pistillinn heitir „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018“ og hefur farið mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, enda er hvergi skafið af því í hreinni og klárri andúð á þeim flokk í skrifunum. Vísir greindi frá viðbrögðum Páls vegna pistilsins, og í gærkvöldi tjáði svo Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, um fúkyrðaflaum sem dunið hefur á Stundinni, meðal annars á vegg Páls.Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.Vísir/ErnirHættið að verja þennan ósóma Páll skrifaði annan status vegna málsins í morgun þar sem hann vísar til talsverðra umræðna sem sköpuðust á síðu sinni í gær. „Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í Stundinni um Landsfund Sjálfstæðismanna. Á umræðuþræðinum var helst að skilja á talsmönnum Stundarinnar að viðkomandi pistlahöfundur hefði verið á eigin vegum að skrifa etta og ritstjórn Stundarinnar óviðkomandi. Ég hef nú fengið staðfest að ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tilkynnti sjálf að Bragi Páll Sigurðarson myndi mæta á fundinn "fyrir hönd Stundarinnar". Ég segi því enn við forráðamenn Stundarinnar: Hættið að verja þennan ósóma; axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar.“ Páll bætir því svo við að hann vilji biðja þá sem taki til máls gæti orða sinna og almennra mannasiða. „Sumt af því sem fólk sagði í framhaldi af færslu minni í gær vil ég ekki sjá á minni síðu“.Bragi Páll skrifar pistla á vef Stundarinnar hvar hann starfaði áður sem blaðamaður.Vísir/ErnirHvenær drepur ber maður ábyrgð... Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri Stundarinnar, svarar Páli á síðu hans og ekki er að sjá að hann ætli að biðjast afsökunar á einu né neinu. Hann ítrekar að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti ritstjórnar Stundarinnar. Hann fékk frjálsar hendur, sem beitt ljóðskáld og pistlahöfundur, að skrifa ádeilugrein um landsfund „helsta valdaflokks íslensks samfélags, og vitnaði þar með háðskum og greinilega umdeildum hætti í umtöluð hneykslismál flokksins,“ skrifar Jón Trausti. Og vill þá meina að Páll sé ekki samkvæmur sjálfum sér. „Þú hefur haft umburðarlyndi fyrir mörgu misjöfnu, og jafnvel talið umræðu um þessi hneykslismál - leynd yfir veitingu uppreistar æru kynferðisbrotamanna - vera „garg“ og meðal annars sagt að það sé „út í hött“ að dómsmálaráðherra segi af sér eftir lögbrot við skipan dómara. Nú ber hins vegar svo við að þú vilt að við „öxlum ábyrgð okkar“ vegna háðsgreinarinnar,“ segir Jón Trausti.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmMisnotkun á aðstæðum öðrum til tjóns Jón Trausti segir að fúkyrðaflaumurinn í garð Stundarinnar, sem Páll kallaði „endaþarm“ hafi verið yfirgengilegur og ljóst að töluverð heift sé í garð Stundarinnar úr þeim ranni, en Sjálfstæðismenn þurfi auðvitað líka að þola að við þeim sé stuggað. „Það er umhugsunarvert ef við með einhverjum hætti ýtum undir slíkt framferði. Öllum er hollt að líta í eigin barm, og mér þykir sannarlega leitt ef almennir landsfundargestir hafa tekið til sín ummæli úr háðsádeilu um flokkinn, þar sem greininni var ætlað að beinast að flokknum sem valdaafli, beitingu hans á valdi og svo þeim sem sannarlega hafa misgjört og misnotað aðstæður sínar öðrum til tjóns,“ segir Jón Trausti og ljóst að ekki sér til lands í þeim ýfingunum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06 „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06
„Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21