Seinni bylgjan: Alexander 100 prósent í öllu sem hann gerir Einar Sigurvinsson skrifar 20. mars 2018 17:30 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, var mjög ánægður með val Guðmundar Guðmundssonar á Alexander Erni Júlíssyni, í fyrsta landsliðshóp sinn. Alexander hefur leikið vel fyrir lið Vals í Olís-deildinni í vetur en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í landsliðið. Hann fetar því í fótspor föður síns, Júlíusar Jónassonar sem lék 288 landsleiki fyrir Ísland. Í Seinni bylgjunni í gær spurði stjórnandi þáttarins, Tómas Þór Þórðarson, Dag að því hvort honum þætti sæti Alexanders í landsliðshópnum vera óvænt. Það fannst honum ekki. „Mér finnst þetta ekki óvæntustu tíðindin, mér finnst þetta jákvæðustu tíðindin,“ sagði Dagur og bætti við. „Þetta er svona strákur sem er kennslubókardæmi um það að hafa aldrei verið einhver súpergæi, yfirleitt í skugganum á einhverjum. Hann hefur bara unnið alveg ótrúlega óeigingjarnt starf fyrir liðið og er bara 100 prósent drengur í öllu sem hann gerir. Það er bara gríðarlega ánægjulegt að hann fái sénsinn.“ Tómas velti því síðan fyrir sér hvort að Guðmundur sé með landsliðhóp sínum að reyna að endurskapa þekkt varnarpar liðsins undir hans stjórn, þá Ingimund Ingimundarson og Sverre Jakobsson. Auk Alexanders valdi Guðmundur þá Ými Örn Gíslason og Hauk Þrastarson. „Ég held að þeir séu báðir, Ýmir og Alexander, vel til þess fallnir að spila þessa vörn. Haukur Þrastarson er það líka. Svo er bara spurning hverjir verða akkerin til baka,“ sagði Dagur að lokum. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, var mjög ánægður með val Guðmundar Guðmundssonar á Alexander Erni Júlíssyni, í fyrsta landsliðshóp sinn. Alexander hefur leikið vel fyrir lið Vals í Olís-deildinni í vetur en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í landsliðið. Hann fetar því í fótspor föður síns, Júlíusar Jónassonar sem lék 288 landsleiki fyrir Ísland. Í Seinni bylgjunni í gær spurði stjórnandi þáttarins, Tómas Þór Þórðarson, Dag að því hvort honum þætti sæti Alexanders í landsliðshópnum vera óvænt. Það fannst honum ekki. „Mér finnst þetta ekki óvæntustu tíðindin, mér finnst þetta jákvæðustu tíðindin,“ sagði Dagur og bætti við. „Þetta er svona strákur sem er kennslubókardæmi um það að hafa aldrei verið einhver súpergæi, yfirleitt í skugganum á einhverjum. Hann hefur bara unnið alveg ótrúlega óeigingjarnt starf fyrir liðið og er bara 100 prósent drengur í öllu sem hann gerir. Það er bara gríðarlega ánægjulegt að hann fái sénsinn.“ Tómas velti því síðan fyrir sér hvort að Guðmundur sé með landsliðhóp sínum að reyna að endurskapa þekkt varnarpar liðsins undir hans stjórn, þá Ingimund Ingimundarson og Sverre Jakobsson. Auk Alexanders valdi Guðmundur þá Ými Örn Gíslason og Hauk Þrastarson. „Ég held að þeir séu báðir, Ýmir og Alexander, vel til þess fallnir að spila þessa vörn. Haukur Þrastarson er það líka. Svo er bara spurning hverjir verða akkerin til baka,“ sagði Dagur að lokum. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira