Braut gegn siðareglum lögmanna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. mars 2018 06:00 Málið á rætur að rekja til deilna Glitnis og Brims um afleiðusamninga. Vísir/HEiða Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögmaður eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo hafi með bréfaskriftum sínum til fyrrverandi starfsmanns sjávarútvegsfyrirtækisins Brims vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna. Var lögmanninum, Ólafi Eiríkssyni, einum eigenda lögmannsstofunnar Logos, veitt áminning fyrir brot sín. Starfsmaðurinn fyrrverandi er vitni í dómsmáli sem Glitnir hefur höfðað á hendur Brimi. Málið á rætur að rekja til deilna á milli slitastjórnar Glitnis, síðar Glitnis HoldCo, og Brims vegna á fjórða tug afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, skömmu fyrir fall bankakerfisins. Í málinu gerir Glitnir kröfu um greiðslu á tæpum tveimur milljörðum króna ásamt dráttarvöxtum. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að lögmaður Glitnis hafi sent starfsmanninum tölvupóst síðla árs 2016. Ólafur Eiriksson, lögmaður Glitnis HoldCoÞar hafi verið fullyrt að starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við Glitni banka haustið 2008 og gert við bankann afleiðusamninga fyrir hönd Brims. Jafnframt er staðhæft í póstinum að því sé haldið fram af hálfu Brims í áðurnefndu dómsmáli að starfsmaðurinn hafi ekki haft umboð til að gera umrædda samninga og hafi hann því gert þá í óþökk félagsins. Í lok tölvupóstsins tekur lögmaðurinn fram að séu samningar gerðir fyrir hönd annars aðila án umboðs geti sá sem þá gerir orðið persónulega ábyrgur fyrir þeim. Úrskurðarnefndin taldi að orðalag lögmannsins í póstinum hafi ekki verið í samræmi við staðreyndir málsins og þannig verið til þess fallið að blekkja starfsmanninn fyrrverandi. Væri ekki hægt að útiloka að efni póstsins hafi verið til þess fallið að vekja ótta og jafnvel óhug hjá starfsmanninum, sérstaklega þegar hafðir væru í huga þeir miklu fjárhagslegu hagsmunir sem um var deilt og möguleg persónuleg ábyrgð kæranda. Taldi nefndin því að hegðun lögmannsins hefði gengið gegn inntaki ákvæðis siðareglna lögmanna þar sem kveðið er á um að lögmaður skuli svo til allra mála leggja sem hann veit sannast eftir lögum og samvisku sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögmaður eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo hafi með bréfaskriftum sínum til fyrrverandi starfsmanns sjávarútvegsfyrirtækisins Brims vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna. Var lögmanninum, Ólafi Eiríkssyni, einum eigenda lögmannsstofunnar Logos, veitt áminning fyrir brot sín. Starfsmaðurinn fyrrverandi er vitni í dómsmáli sem Glitnir hefur höfðað á hendur Brimi. Málið á rætur að rekja til deilna á milli slitastjórnar Glitnis, síðar Glitnis HoldCo, og Brims vegna á fjórða tug afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, skömmu fyrir fall bankakerfisins. Í málinu gerir Glitnir kröfu um greiðslu á tæpum tveimur milljörðum króna ásamt dráttarvöxtum. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að lögmaður Glitnis hafi sent starfsmanninum tölvupóst síðla árs 2016. Ólafur Eiriksson, lögmaður Glitnis HoldCoÞar hafi verið fullyrt að starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við Glitni banka haustið 2008 og gert við bankann afleiðusamninga fyrir hönd Brims. Jafnframt er staðhæft í póstinum að því sé haldið fram af hálfu Brims í áðurnefndu dómsmáli að starfsmaðurinn hafi ekki haft umboð til að gera umrædda samninga og hafi hann því gert þá í óþökk félagsins. Í lok tölvupóstsins tekur lögmaðurinn fram að séu samningar gerðir fyrir hönd annars aðila án umboðs geti sá sem þá gerir orðið persónulega ábyrgur fyrir þeim. Úrskurðarnefndin taldi að orðalag lögmannsins í póstinum hafi ekki verið í samræmi við staðreyndir málsins og þannig verið til þess fallið að blekkja starfsmanninn fyrrverandi. Væri ekki hægt að útiloka að efni póstsins hafi verið til þess fallið að vekja ótta og jafnvel óhug hjá starfsmanninum, sérstaklega þegar hafðir væru í huga þeir miklu fjárhagslegu hagsmunir sem um var deilt og möguleg persónuleg ábyrgð kæranda. Taldi nefndin því að hegðun lögmannsins hefði gengið gegn inntaki ákvæðis siðareglna lögmanna þar sem kveðið er á um að lögmaður skuli svo til allra mála leggja sem hann veit sannast eftir lögum og samvisku sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira