Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2018 07:48 Hér má sjá Stormy Daniels þreyta prófið árið 2011. Vísir/Getty Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39