Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 14:43 Khaled leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum í fyrsta skipti. Vísir/anton brink Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn telja Khaled Cairo sakæhfan. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Geðlæknarnir Nanna Briem og Lára Björgvinsdóttir voru dómkvaddar sem yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaleds en þeim fannst ekki mikil merki um iðrun og samkennd og að hann tæki ekki höfnun vel. Það leiði líkum að því að hann sé haldin einhverskonar persónuleikaröskun en geri hann hins vegar ekki ósakhæfan.Úr dómsal í dag.Vísir/RakelSigurður Páll Pálsson geðlæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði geðskoðun á Khaled hafa leitt í ljós að hann væri með eðlilegt geð. Við aðalmeðferðina sagði Sigurður að í samtölum hans við Khaled hefði Khaled verið á því að afbrotið væri Sanitu að kenna. Sagði Sigurður Khaled hafa sagt sér að hann hefði elskað Sanitu en hún væri sömuleiðis síðasta sort fyrir að hafa sært sig með því að vera með öðrum mönnum. Viðbrögð hans hefðu því verið henni að kenna að mati Khaleds. Sigurður sagði Khaled ekki siðblindan en gríðarlega stoltan af sjálfum sér, vilji vinna og sé hörku duglegur. Þá sagði Sigurður að engin gögn bentu til þess að Khaled sé andfélagslegur. Sagði Sigurður að Khaled ætti greinilega erfitt með að taka höfnun. Hann átti áður í sambandi við aðra konu en komst að því síðar meir að hún væri gift. Hann hefði brugðist afar illa við þeim fréttum og reynt að stytta sér aldur. Nanna Briem geðlæknir sagði ekkert benda til þess að Khaled væri haldinn geðrofi. Spurð út í viðbrögð Khaleds í skýrslutökum, þar sem hann fór til að mynda að hlæja tryllingslega þegar honum voru sýndar myndir af Sanitu á vettvangi, sagði hún það frekar tengjast varnarviðbrögðum hans þegar málið varð honum mjög óþægilegt en ekki benda til geðrofs.Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn telja Khaled Cairo sakæhfan. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Geðlæknarnir Nanna Briem og Lára Björgvinsdóttir voru dómkvaddar sem yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaleds en þeim fannst ekki mikil merki um iðrun og samkennd og að hann tæki ekki höfnun vel. Það leiði líkum að því að hann sé haldin einhverskonar persónuleikaröskun en geri hann hins vegar ekki ósakhæfan.Úr dómsal í dag.Vísir/RakelSigurður Páll Pálsson geðlæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði geðskoðun á Khaled hafa leitt í ljós að hann væri með eðlilegt geð. Við aðalmeðferðina sagði Sigurður að í samtölum hans við Khaled hefði Khaled verið á því að afbrotið væri Sanitu að kenna. Sagði Sigurður Khaled hafa sagt sér að hann hefði elskað Sanitu en hún væri sömuleiðis síðasta sort fyrir að hafa sært sig með því að vera með öðrum mönnum. Viðbrögð hans hefðu því verið henni að kenna að mati Khaleds. Sigurður sagði Khaled ekki siðblindan en gríðarlega stoltan af sjálfum sér, vilji vinna og sé hörku duglegur. Þá sagði Sigurður að engin gögn bentu til þess að Khaled sé andfélagslegur. Sagði Sigurður að Khaled ætti greinilega erfitt með að taka höfnun. Hann átti áður í sambandi við aðra konu en komst að því síðar meir að hún væri gift. Hann hefði brugðist afar illa við þeim fréttum og reynt að stytta sér aldur. Nanna Briem geðlæknir sagði ekkert benda til þess að Khaled væri haldinn geðrofi. Spurð út í viðbrögð Khaleds í skýrslutökum, þar sem hann fór til að mynda að hlæja tryllingslega þegar honum voru sýndar myndir af Sanitu á vettvangi, sagði hún það frekar tengjast varnarviðbrögðum hans þegar málið varð honum mjög óþægilegt en ekki benda til geðrofs.Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38