Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 22:25 Kuczynski var kjörinn forseti árið 2016. Fallist þingið á afsögn hans tekur varaforseti hans við embættinu. Vísir/AFP Hneykslismál sem tengist atkvæðakaupum hefur fellt Pedro Pablo Kuczynski, forseta Perú. Hann tilkynnti um afsögn sína í dag en neitaði að hafa gert nokkuð rangt. Ákæra vofði yfir honum í þinginu á morgun. Kuczynski hefur átt í vök að verjast frá því að myndband kom í ljós sem sýndi bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum fé gegn því að greiða atkvæði gegn ákærunni. Forsetinn tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi í dag. Þrátt fyrir að hann neitaði sök sagðist hann ekki vilja hindra þróun landsins. Fullyrti hann að átt hefði verið við myndbandið til þess að koma sök á hann.Breska ríkisútvarpið BBC segir að atkvæði verði greidd í þinginu um afsögn forsetans á morgun. Þar ræður stjórnarandstaðan ríkjum og þykir ekki ljóst hvort þingmenn hennar fallist á afsögnina eða hvort þeir haldi einfaldlega áfram með ákæruna gegn forsetanum.Sakaður um að náða Fujimori til að komast undan ákæru í desemberKuczynski stóð af sér aðra ákæru vegna spillingar í þinginu í desember. Ákæran varðaði meintar ólöglegar greiðslur sem Kuczynski þáði frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann naut óvænt stuðnings tíu þingmanna hægriflokks úr stjórnarandstöðunni sem ákváðu á elleftu stundu að sitja hjá þegar atkvæði voru greidd um ákæruna. Aðeins nokkrum dögum síðar náðaði Kuczynski Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, af heilsufarsástæðum. Fujimori var þá að afplána tuttugu og fimm ára fangelsisdóm vegna mannréttindabrota og spillingar. Stjórnarandstæðingar sökuðu Kuczynski þá um að náða Fujimori í skiptum fyrir stuðning þingmanna úr flokki Keiko Fujimori, dóttur fyrrverandi forsetans. Perú Suður-Ameríka Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Hneykslismál sem tengist atkvæðakaupum hefur fellt Pedro Pablo Kuczynski, forseta Perú. Hann tilkynnti um afsögn sína í dag en neitaði að hafa gert nokkuð rangt. Ákæra vofði yfir honum í þinginu á morgun. Kuczynski hefur átt í vök að verjast frá því að myndband kom í ljós sem sýndi bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum fé gegn því að greiða atkvæði gegn ákærunni. Forsetinn tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi í dag. Þrátt fyrir að hann neitaði sök sagðist hann ekki vilja hindra þróun landsins. Fullyrti hann að átt hefði verið við myndbandið til þess að koma sök á hann.Breska ríkisútvarpið BBC segir að atkvæði verði greidd í þinginu um afsögn forsetans á morgun. Þar ræður stjórnarandstaðan ríkjum og þykir ekki ljóst hvort þingmenn hennar fallist á afsögnina eða hvort þeir haldi einfaldlega áfram með ákæruna gegn forsetanum.Sakaður um að náða Fujimori til að komast undan ákæru í desemberKuczynski stóð af sér aðra ákæru vegna spillingar í þinginu í desember. Ákæran varðaði meintar ólöglegar greiðslur sem Kuczynski þáði frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann naut óvænt stuðnings tíu þingmanna hægriflokks úr stjórnarandstöðunni sem ákváðu á elleftu stundu að sitja hjá þegar atkvæði voru greidd um ákæruna. Aðeins nokkrum dögum síðar náðaði Kuczynski Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, af heilsufarsástæðum. Fujimori var þá að afplána tuttugu og fimm ára fangelsisdóm vegna mannréttindabrota og spillingar. Stjórnarandstæðingar sökuðu Kuczynski þá um að náða Fujimori í skiptum fyrir stuðning þingmanna úr flokki Keiko Fujimori, dóttur fyrrverandi forsetans.
Perú Suður-Ameríka Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira