Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 23:10 McMaster (t.v.) fer út, Bolton (t.h.) kemur inn. Bolton verður þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump á rúmu ári. Vísir/AFP H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að segja af sér. Í hans stað kemur John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sem hefur talað fyrir því að ráðast á Norður-Kóreu að fyrra bragði.New York Times hefur þetta eftir embættismönnum í Hvíta húsinu. Samband McMaster og Trump hefur verið stirt undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um mögulegt brotthvarf þess fyrrnefnda. McMaster hefur meðal annars verið ósammála Trump um alþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írans sem forsetinn vill rifta. Hann hafi flýtt afsögn sinni vegna þess að hann taldi vangavelturnar um framtíð sína hafa skaðleg áhrif á viðræður við fulltrúa annarra ríkja. Heimildir blaðsins herma að ákvörðunin um afsögnina hafi verið tekin í góðu. Hún tengist ekki leka um minnisblað sem ráðgjafar Trump undirbjuggu fyrir símtal hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á þriðjudag. Trump hunsaði þá ráðleggingar um að óska Pútín ekki til hamingju með endurkjör sitt og fordæmdi heldur ekki taugaeitursárásina í Bretlandi sem bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um. McMaster tók við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa eftir að Trump rak Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, eftir innan við mánuð eftir valdatökuna. Flynn hafði þá ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Flynn er einn þeirra sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Náðu aldrei saman Það var ekki aðeins í málefnum Írans sem kastast hafði í kekki á milli Trump og McMaster. Trump setti ofan í við McMaster á Twitter í febrúar eftir að þjóðaröryggisráðgjafinn hafði sagt opinberlega að sannanirnar fyrir því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru óvefengjanlegar. Trump tísti um að McMaster hefði gleymt að segja að þau afskipti hefðu ekki haft nein áhrif á niðurstöður kosninganna og sakaði demókrata um hafa raunverulega átt í samráði við Rússa.Trump og McMaster þegar allt lék í lyndi.Vísir/AFPNew York Times segir einnig að Trump og McMaster hafi ekki þekkst þegar sá síðarnefndi tók við stöðunni í fyrra. Þeir hafi aldrei náð saman. McMaster aðhylltist röð og reglu en Trump væri ólíkindatól sem hefði litla þolinmæði með „smáatriðum og blæbrigðum flókinna þjóðaröryggismálefna“.Vill hefja stríð við Íran og Norður-Kóreu Eftirmaður McMaster verður John Bolton. Honum er lýst sem einum róttækasta harðlínumanni í utanríkismálum í Bandaríkjunum. Bolton fór meðal annars með vopnaeftirlitsmál fyrir ríkisstjórn George W. Bush í aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003. Fullyrti hann afdráttarlaust að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum, þvert á það sem síðar kom í ljós. Í seinni tíð hefur Bolton meðal annars lýst því yfir að Bandaríkin ættu að hefja stríð gegn bæði Íran og Norður-Kóreu. Hann hefur undanfarið verið áberandi álitsgjafi á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Bandaríkjaforseti fylgist með nær daglega. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að segja af sér. Í hans stað kemur John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sem hefur talað fyrir því að ráðast á Norður-Kóreu að fyrra bragði.New York Times hefur þetta eftir embættismönnum í Hvíta húsinu. Samband McMaster og Trump hefur verið stirt undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um mögulegt brotthvarf þess fyrrnefnda. McMaster hefur meðal annars verið ósammála Trump um alþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írans sem forsetinn vill rifta. Hann hafi flýtt afsögn sinni vegna þess að hann taldi vangavelturnar um framtíð sína hafa skaðleg áhrif á viðræður við fulltrúa annarra ríkja. Heimildir blaðsins herma að ákvörðunin um afsögnina hafi verið tekin í góðu. Hún tengist ekki leka um minnisblað sem ráðgjafar Trump undirbjuggu fyrir símtal hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á þriðjudag. Trump hunsaði þá ráðleggingar um að óska Pútín ekki til hamingju með endurkjör sitt og fordæmdi heldur ekki taugaeitursárásina í Bretlandi sem bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um. McMaster tók við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa eftir að Trump rak Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, eftir innan við mánuð eftir valdatökuna. Flynn hafði þá ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Flynn er einn þeirra sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Náðu aldrei saman Það var ekki aðeins í málefnum Írans sem kastast hafði í kekki á milli Trump og McMaster. Trump setti ofan í við McMaster á Twitter í febrúar eftir að þjóðaröryggisráðgjafinn hafði sagt opinberlega að sannanirnar fyrir því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru óvefengjanlegar. Trump tísti um að McMaster hefði gleymt að segja að þau afskipti hefðu ekki haft nein áhrif á niðurstöður kosninganna og sakaði demókrata um hafa raunverulega átt í samráði við Rússa.Trump og McMaster þegar allt lék í lyndi.Vísir/AFPNew York Times segir einnig að Trump og McMaster hafi ekki þekkst þegar sá síðarnefndi tók við stöðunni í fyrra. Þeir hafi aldrei náð saman. McMaster aðhylltist röð og reglu en Trump væri ólíkindatól sem hefði litla þolinmæði með „smáatriðum og blæbrigðum flókinna þjóðaröryggismálefna“.Vill hefja stríð við Íran og Norður-Kóreu Eftirmaður McMaster verður John Bolton. Honum er lýst sem einum róttækasta harðlínumanni í utanríkismálum í Bandaríkjunum. Bolton fór meðal annars með vopnaeftirlitsmál fyrir ríkisstjórn George W. Bush í aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003. Fullyrti hann afdráttarlaust að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum, þvert á það sem síðar kom í ljós. Í seinni tíð hefur Bolton meðal annars lýst því yfir að Bandaríkin ættu að hefja stríð gegn bæði Íran og Norður-Kóreu. Hann hefur undanfarið verið áberandi álitsgjafi á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Bandaríkjaforseti fylgist með nær daglega.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30