Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Donald Trump forseti er æfur út í Kínverja. VÍSIR/GETTY Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. Þá munu Bandaríkjamenn takmarka möguleika Kínverja til að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum. Þetta tilkynnti Donald Trump forseti í gær. Í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að þetta væru mótvægisaðgerðir vegna þess að Kínverjar hefðu stolið bandarískum hugverkum í áraraðir. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða þar sem ekki hafi tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Enn fremur sagði í tilkynningunni að rannsókn á kínverskum viðskiptaháttum hafi leitt í ljós að þeir væru hreinlega ósanngjarnir. Kínverjar takmörkuðu eignarhald útlendinga á kínverskum fyrirtækjum, þeir væru ósanngjarnir í garð bandarískra fyrirtækja og kínverska ríkið styddi og stæði að tölvuárásum. Rúmlega 1.000 vörur eru á lista forsetaembættisins yfir það sem til stendur að leggja toll á. Mun fyrirtækjum gefast kostur á að senda inn umsagnir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Gærdagurinn snerist hins vegar um fleira en bara Kína hjá Trump forseta. John Dowd, forsprakki lögfræðiteymis forsetans varðandi rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintum tengslum Rússa við framboð Trumps, sagði upp. Bandarískir miðlar greindu frá því að Dowd hafi verið kominn á þá skoðun að Trump hundsaði flestar ráðleggingar hans. Þá var því einnig haldið fram að Trump hefði einfaldlega misst trúna á Dowd og hafi beðið hann um að segja upp. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37 Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. Þá munu Bandaríkjamenn takmarka möguleika Kínverja til að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum. Þetta tilkynnti Donald Trump forseti í gær. Í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að þetta væru mótvægisaðgerðir vegna þess að Kínverjar hefðu stolið bandarískum hugverkum í áraraðir. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða þar sem ekki hafi tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Enn fremur sagði í tilkynningunni að rannsókn á kínverskum viðskiptaháttum hafi leitt í ljós að þeir væru hreinlega ósanngjarnir. Kínverjar takmörkuðu eignarhald útlendinga á kínverskum fyrirtækjum, þeir væru ósanngjarnir í garð bandarískra fyrirtækja og kínverska ríkið styddi og stæði að tölvuárásum. Rúmlega 1.000 vörur eru á lista forsetaembættisins yfir það sem til stendur að leggja toll á. Mun fyrirtækjum gefast kostur á að senda inn umsagnir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Gærdagurinn snerist hins vegar um fleira en bara Kína hjá Trump forseta. John Dowd, forsprakki lögfræðiteymis forsetans varðandi rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintum tengslum Rússa við framboð Trumps, sagði upp. Bandarískir miðlar greindu frá því að Dowd hafi verið kominn á þá skoðun að Trump hundsaði flestar ráðleggingar hans. Þá var því einnig haldið fram að Trump hefði einfaldlega misst trúna á Dowd og hafi beðið hann um að segja upp.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37 Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37
Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22