Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Fimm til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur.
Þá tók lögreglan á Suðurnesjum sex ökumenn úr umferð vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna við aksturinn. Einnig voru skráningarnúmer fjarlægð af sjö bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.
