Lýkur valdatíð Suðurnesjamanna í kvöld? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 13:15 Jón Arnór og félagar í KR slógu Njarðvík út úr úrslitakeppninni í gær Vísir/bára Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum