Lýkur valdatíð Suðurnesjamanna í kvöld? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 13:15 Jón Arnór og félagar í KR slógu Njarðvík út úr úrslitakeppninni í gær Vísir/bára Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira