Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 22:45 Bolton vildi finna bestu leiðirnar til að koma skilaboðum sínum um herskáa utanríkisstefnu að hjá kjósendum. Því leitaði hann til Cambridge Analytica. Vísir/AFP Pólitísk aðgerðanefnd sem nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump stofnaði var einn fyrsti viðskiptavinur breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica árið 2014. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtæksins segir að illa fengin Facebook-gögn hafi verið notuð við vinnuna fyrir nefndina og að fulltrúar hennar hafi vitað af því. Cambridge Analytica hefur verið sakað um að hafa notað persónuupplýsingar um fimmtíu milljónir Facebook-notenda sem það fékk í trássi við reglur samfélagsmiðilsins. Gögnin notaði fyrirtækið til þess að hafa áhrif á hegðun fólks með sérsniðnum áróðri sem var byggður á sálfræðilegri greiningu á gögnunum. Fyrirtækið vann fyrir framboð Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Á leynilegum upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sáust stjórnendur Cambridge Analytica tala um að fyrirtækið hefði unnið með leynd í kosningum víða um heim. Lýstu þeir meðal annars hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Dómari í Bretlandi veitti persónuvernd landsins heimild til að gera húsleit á skrifstofu Cambridge Analytica í dag.Vildu gera kjósendur herskárriNew York Times segir nú að pólitísk aðgerðanefnd sem John Bolton, sem Trump Bandaríkjaforseti hefur ráðið sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn, stofnaði hafi keypt þjónustu Cambridge Analytica í ágúst árið 2014. Það var á þeim tíma sem fyrirtækið er sagt hafa notast við Facebook-gögn sem það hafði fengið frá þróanda persónuleikaprófs á samfélagsmiðlinum. Óheimilt er samkvæmt reglum Facebook fyrir þróendur slíkra snjallforrita að selja persónuupplýsingum um notendur áfram til þriðja aðila. Nefnd Bolton réði Cambridge Analytica sérstaklega til þess að búa til sálfræðilega greiningu á kjósendum. Í samningi þeirra var talað um „hegðunarlega örmarkhópagreiningu með atferlisfræðilegum skilaboðum“. „Gögnin og líkönin sem aðgerðanefnd Bolton fékk komu úr Facebook-gögnunum. Við sögðum þeim örugglega frá því hvernig við gerðum það. Við töluðum um það á símafundum, á fundum,“ segir Christopher Wylie, gagnasérfræðingur sem vann fyrir Cambridge Analytica sem hefur verið heimildarmaður umfjallana New York Times og The Observer um meint misferli fyrirtækisins. Wylie segir að aðgerðanefnd Bolton hafi viljað rannsóknir og auglýsingar um þjóðaröryggismál. Afrakstur greiningar Cambridge Analytica var notaður í auglýsingar fyrir frambjóðendur sem aðgerðanefnd Bolton studdi. Fyrirtækið skrifaði jafnvel röksemdir sem Bolton notaði síðan í málflutningi sínum. „Það þýddi í raun að gera fólk herskárra í heimssýn sinni. Það er það sem þeir sögðust vilja, að minnsta kosti,“ segir hann. Bolton er lýst sem „öfgahauki“ en harðlínumenn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum eru gjarnan kallaðir „haukar“. Hann var yfir vopnaeftirliti í ríkisstjórn George W. Bush þegar Bandaríkin fullyrtu að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum. Þau fundust hins vegar aldrei eftir innrás Bandaríkjamanna og Breta árið 2003. Þá hefur Bolton verið málsvari þess að Bandaríkin ráðist að fyrra bragði á Íran og Norður-Kóreu. Hann þykir svo ofstækisfullur í skoðunum að þingheimur neitaði að staðfesta skipan hans í embætti þegar Bush tilnefndi hann á sínum tíma. Þingmenn beggja flokka mótmæltu einnig þegar Trump vildi tilnefna hann sem aðstoðarutanríkisráðherra í fyrra. Trump tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipa Bolton sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir afsögn H.R. McMaster. Bolton á að taka við 9. apríl. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Pólitísk aðgerðanefnd sem nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump stofnaði var einn fyrsti viðskiptavinur breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica árið 2014. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtæksins segir að illa fengin Facebook-gögn hafi verið notuð við vinnuna fyrir nefndina og að fulltrúar hennar hafi vitað af því. Cambridge Analytica hefur verið sakað um að hafa notað persónuupplýsingar um fimmtíu milljónir Facebook-notenda sem það fékk í trássi við reglur samfélagsmiðilsins. Gögnin notaði fyrirtækið til þess að hafa áhrif á hegðun fólks með sérsniðnum áróðri sem var byggður á sálfræðilegri greiningu á gögnunum. Fyrirtækið vann fyrir framboð Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Á leynilegum upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sáust stjórnendur Cambridge Analytica tala um að fyrirtækið hefði unnið með leynd í kosningum víða um heim. Lýstu þeir meðal annars hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Dómari í Bretlandi veitti persónuvernd landsins heimild til að gera húsleit á skrifstofu Cambridge Analytica í dag.Vildu gera kjósendur herskárriNew York Times segir nú að pólitísk aðgerðanefnd sem John Bolton, sem Trump Bandaríkjaforseti hefur ráðið sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn, stofnaði hafi keypt þjónustu Cambridge Analytica í ágúst árið 2014. Það var á þeim tíma sem fyrirtækið er sagt hafa notast við Facebook-gögn sem það hafði fengið frá þróanda persónuleikaprófs á samfélagsmiðlinum. Óheimilt er samkvæmt reglum Facebook fyrir þróendur slíkra snjallforrita að selja persónuupplýsingum um notendur áfram til þriðja aðila. Nefnd Bolton réði Cambridge Analytica sérstaklega til þess að búa til sálfræðilega greiningu á kjósendum. Í samningi þeirra var talað um „hegðunarlega örmarkhópagreiningu með atferlisfræðilegum skilaboðum“. „Gögnin og líkönin sem aðgerðanefnd Bolton fékk komu úr Facebook-gögnunum. Við sögðum þeim örugglega frá því hvernig við gerðum það. Við töluðum um það á símafundum, á fundum,“ segir Christopher Wylie, gagnasérfræðingur sem vann fyrir Cambridge Analytica sem hefur verið heimildarmaður umfjallana New York Times og The Observer um meint misferli fyrirtækisins. Wylie segir að aðgerðanefnd Bolton hafi viljað rannsóknir og auglýsingar um þjóðaröryggismál. Afrakstur greiningar Cambridge Analytica var notaður í auglýsingar fyrir frambjóðendur sem aðgerðanefnd Bolton studdi. Fyrirtækið skrifaði jafnvel röksemdir sem Bolton notaði síðan í málflutningi sínum. „Það þýddi í raun að gera fólk herskárra í heimssýn sinni. Það er það sem þeir sögðust vilja, að minnsta kosti,“ segir hann. Bolton er lýst sem „öfgahauki“ en harðlínumenn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum eru gjarnan kallaðir „haukar“. Hann var yfir vopnaeftirliti í ríkisstjórn George W. Bush þegar Bandaríkin fullyrtu að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum. Þau fundust hins vegar aldrei eftir innrás Bandaríkjamanna og Breta árið 2003. Þá hefur Bolton verið málsvari þess að Bandaríkin ráðist að fyrra bragði á Íran og Norður-Kóreu. Hann þykir svo ofstækisfullur í skoðunum að þingheimur neitaði að staðfesta skipan hans í embætti þegar Bush tilnefndi hann á sínum tíma. Þingmenn beggja flokka mótmæltu einnig þegar Trump vildi tilnefna hann sem aðstoðarutanríkisráðherra í fyrra. Trump tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipa Bolton sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir afsögn H.R. McMaster. Bolton á að taka við 9. apríl.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45