Málefni barna í forgangi hjá ráðherra Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Unnið er að breytingu á reglugerð um dagforeldra í heimahúsum. NordicPhotos/Getty „Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
„Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira