Málefni barna í forgangi hjá ráðherra Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Unnið er að breytingu á reglugerð um dagforeldra í heimahúsum. NordicPhotos/Getty „Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
„Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira