Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 08:23 Trump kærir sig ekki um að transfólk gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10
Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41